Málið í mark - óbeygjanleg orð

| Málið í mark – Óbeygjanleg orð | 46 | BLAND Í POKA Nýyrði, tökuorð og erfðaorð Erfðaorð eru orð sem hafa verið til í íslensku frá því við landnám (t.d. sjór, land, gras, flest tengiorð (og, þegar, en …) og persónufornöfn (ég, þú, hann …). Nýyrði eru orð sem hafa orðið til eftir að land byggðist (t.d. flugvél, tónleikar, þyngdarlögmál, tölva o.s.frv.). Tökuorð eru orð sem eru tekin úr öðrum tungumálum en aðlöguð íslensku (t.d. sjoppa, bíll, kaffi og flest orð sem tengjast kristinni trú eins og kirkja, prestur, páfi o.fl.). Finndu út hvort orðin hér fyrir neðan eru nýyrði, tökuorð eða erfðaorð og skrifaðu þau í viðeigandi dálk í töflunni. fótur – banani – sjónauki – nef – vera – stýrikerfi – sjónvarp – hún – tóbak – metri – smáskilaboð – móðir – djákni – tölvupóstur – snjór – hamborgari – þota – febrúar – víkingur – útvarp – heimilisfang – við – heilaþvottur – jeppi – altari – djass – geimfari – konungur – djús – dagur nýyrði tökuorð erfðaorð

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=