Málið í mark - óbeygjanleg orð

| Málið í mark – Óbeygjanleg orð | 42 | BLAND Í POKA Skrifaðu fleiri orð sem þér dettur í hug og geta haft margræða merkingu. Vinnið saman í litlum hópum. ___________________________________________________________________________ ___________________________________________________________________________ ___________________________________________________________________________ ___________________________________________________________________________ Skammstafanir Skammstafanir eru notaðar til að stytta mál sitt í riti. Settur er punktur á eftir upphafsstaf/stöfum hvers orðs (til dæmis = t.d. – og svo framvegis = o.s.frv.). Ekki er settur punktur í skammstöfun mælieininga (kílómetri = km – lítri = l) og stundum er þeim líka sleppt í skammstöfun stofnana eða fyrirtækja (BÍL = Bandalag íslenskra listamanna, HÍ = Háskóli Íslands) Við hverja skammstöfun eru gefnar upp tvær skýringar, önnur er rétt en hin tilbúningur. Dragðu hring um þá réttu. f.o.t. fyrir okkar tímatal / fundið og tapað b.t. baðsvæði táninga / berist til hf. Hafnarfjörður / hlutafélag hr. herra / hringdu a.m.k. að minnsta kosti / að mestum kosti kl. klósett / klukkan m.a.o. menntun að opnast / meðal annarra orða m.a. Menntaskólinn á Akureyri / meðal annars m.m. með meiru / meðal manna o.m.fl. og margt fleira / og meistaraflokkur sl. slátrun / síðastliðinn nr. næstur / númer nk. nokkurs konar / næstkomandi o.þ.h. og þess háttar / ofar þessari hugsun þ.h. þannig háttar / þess háttar þ.m.t. þar með talið / þó menn telja

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=