| Málið í mark – Óbeygjanleg orð | 32 | BLAND Í POKA Bland í poka Bein og óbein ræða Bein ræða kallast það þegar haft er orðrétt eftir öðrum. Þá er tilvitnunin afmörkuð með gæsalöppum („“) og þess gætt að öll greinarmerki sem tilheyra tilvitnuninni séu innan gæsalappanna. Dæmi: „Út af með dómarann,“ öskraði Haukur inn á völlinn. Guðmundur spurði: „Kemur Kristín ekki örugglega á tónleikana?“ Það kallast óbein ræða þegar einhver segir frá því sem annar hefur sagt. Dæmi: Haukur öskraði inn á völlinn að dómarinn ætti að fara út af. Guðmundur spurði hvort Kristín kæmi ekki örugglega á tónleikana. Finndu út hvaða setningar eiga saman þar sem önnur er bein ræða en hin óbein ræða. Ræðið í pörum eða litlum hópum hver munurinn er á setningunum eftir því hvort þær eru í beinni eða óbeinni ræðu. Er t.d. einhver merkingarmunur eða hefur þetta áhrif á það hvernig lesandi upplifir það sem skrifað er. „Farðu í skólann,“ dæsti pabbi í fjórða sinn þennan morgun. Garðar spurði: „Verða þá ekki fleiri með atriði á árshátíðinni í ár?“ Kennarinn las upphátt: „London er fjölmennasta höfuðborg Evrópu.“ „Og við það er að bæta,“ hélt kennarinn áfram, „að Kína er fjölmennasta land í heimi.“ „Smokkurinn er eina vörnin gegn kynsjúkdómum fyrir þá sem eru farnir að sofa hjá,“ sagði hjúkrunarfræðingurinn. Systir mín spurði úrill í morgun:„Hver kláraði mjólkina?“ --- Kennarinn las upphátt fyrir okkur að London væri fjölmennasta höfuðborg Evrópu. Hjúkrunarfræðingurinn sagði að smokkurinn væri eina vörnin gegn kynsjúkdómum fyrir þá sem væru farnir að sofa hjá. Systir mín spurði úrill í morgun hver hefði klárað alla mjólkina. Garðar spurði hvort það yrðu ekki fleiri með atriði á árshátíðinni í ár. Pabbi dæsti og sagði mér í fjórða sinn þennan morgun að fara í skólann. Kennarinn bætti við að Kína væri fjölmennasta land í heimi.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=