Málið í mark - óbeygjanleg orð

| Málið í mark – Óbeygjanleg orð | 30 | ATVIKSORÐ Finndu óbeygjanlegu orðin í textanum og settu þau í rétta ramma eftir því hvaða orðflokki þau tilheyra. nafnháttarmerki (6) upphrópanir (6) samteng- ingar (7) forsetningar (6) atviksorð (15) Jæja, er ekki kominn tími til að ég komi hreint fram? Ég ætlaði aldrei að láta þetta ganga svona fáránlega langt. Vá, hvað þetta fór bara allt úr böndunum og ég er gjörsamlega miður mín. Sko, fyrst verð ég að fá að segja að ekkert mun afsaka hegðun mína eða ákvörðunina, því að ég á að vita betur vegna þess að ég er vel hugsandi. Þetta gerðist á einu kvöldi og ég hef oft velt því fyrir mér hvernig staðan væri ef ég hefði bara verið heima þetta kvöld. Jeminn, þá væri lífið væri auðveldara! Ég … hver er að hringja bjöllunni? Oh, amma er komin í heimsókn. Ég verð bara að segja þér frá þessu á morgun. Bless! Ritun: Hvað gerðist þetta kvöld? Hvað hefði komið fram ef amma hefði ekki dúkkað upp í heimsókn? Hafðu a.m.k. 3 samtengingar í frásögninni, 3 forsetningar og 3 atviksorð. Dragðu hring utan um þau með þremur mismunandi litum. ___________________________________________________________________________ ___________________________________________________________________________ ___________________________________________________________________________ ___________________________________________________________________________ ___________________________________________________________________________ ___________________________________________________________________________

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=