Málið í mark - óbeygjanleg orð

| Málið í mark – Óbeygjanleg orð | 1 | NAFNHÁTTARMERKI Nafnháttarmerki Aðeins eitt orð í íslensku er nafnháttarmerki (skammstafað nhm.) og það er orðið að. Það er ekki þar með sagt að orðið að sé alltaf nafnháttarmerki. Það verður að standa fyrir framan sagnorð í nafnhætti til að geta flokkast sem nafnháttarmerki. Dæmi: Við ætlum að fara í sund eftir skóla. Hér er orðið að nhm. vegna þess að sagnorðið fara (sem er í nafnhætti) kemur beint á eftir. Annað dæmi: Fréttakonan sagði að hljómsveitin kæmi til landsins á morgun. Hér er orðið að ekki nhm. því að ekkert sagnorð í nafnhætti kemur beint á eftir. Dragðu hring um nafnháttarmerkin í textanum. Verðum við ekki að kaupa afmælisgjöfina í dag? Brjánn ætlar að fara með afa sínum og ömmu að veiða í Laxá næstu helgi. Í tölvutímanum sagði kennarinn okkur að skoða Kynfræðsluvefinn og eftir að hann sýndi okkur hvað hann hefur upp á að bjóða í tíma held ég að margir fari heim í dag til að skoða hann enn betur. Mér finnst skemmtilegast í sundi þegar við fáum að fara í heitu pottana. Næsta sumar ætlar bekkurinn að fara til Kaupmannahafnar og vera með dönskum bekk í eina viku. Nú erum við að ákveða hver verður með hverjum í herbergi. Verðum við að flokka fernurnar okkar frá öðru rusli? En plastflöskur, eigum við að setja þær í grænu eða bláu tunnuna? Að vera eða ekki vera, þarna er efinn. Hver var alltaf að velta þessu fyrir sér? Shakespeare sagði að það væri betra að vera vel hengdur en illa giftur. Hann hefur ekki vitað að það er hægt að skilja. Finndu nafnháttarmerkin í textanum og dragðu hring um þau. Útskýrðu í örfáum orðum hvers vegna að er ekki nafnháttarmerki í öllum tilvikum. Fjölskyldan ætlar að flytja til Ísafjarðar í lok sumars, eftir því sem mamma segir. Hún segir líka að pabbi sé búinn að fá vinnu á sjúkrahúsinu. Mér finnst ekkert að því enda held ég að það verði bara gaman að kynnast nýju fólki og ég er búinn að skoða heimasíðu grunnskólans sem ég mun fara í. Kennararnir hljóta að hafa fínan húmor því nafn heimasíðunnar er fyndið. Félagsmiðstöðin heitir Djúpið og virðist vera ágætis líf í henni, að minnsta kosti eru ferðalög, böll og fleira auglýst á netinu hjá þeim.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=