Málið í mark - óbeygjanleg orð

| Málið í mark – Óbeygjanleg orð | 26 | ATVIKSORÐ Staðaratviksorð Staðaratviksorðin breyta um mynd eftir því hvort um hreyfingu til og frá stað er að ræða eða viðveru á staðnum. Skrifaðu inn rétta orðmynd af orðinu í sviganum. (heim) Verður þú __________ klukkan átta? Hvenær ferð þú __________ til þín eftir skóla? Hvenær ætlar þú að flytja að __________? (fram) Bíllinn var að koma __________ úr Öxnadal þegar áreksturinn varð. Þú getur líka tekið prófið __________. Farðu __________ og finndu töskuna þína. (út) Nennir þú að koma aðeins __________, það er svo gott verður __________ að mér finnst synd að vera inni. Landsliðshópurinn heldur __________ á morgun. (inn) Það er ömurlegt að þurfa að læra __________ þegar sól er og hiti úti. Leitarflokkurinn kom __________ úr óbyggðum eftir sex vikna dvöl. Ef það verður of kalt þá förum við bara __________. (upp) Allt sem fer __________ kemur niður um síðir. Það er bannað að vera __________ á þaki í sólbaði. (niður) Sestu __________ og njóttu þess að hvíla þig. Pabbi þinn er __________ í kjallara eitthvað að bardúsa.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=