Málið í mark - óbeygjanleg orð

| Málið í mark – Óbeygjanleg orð | 23 | ATVIKSORÐ Veldu atviksorð úr rammanum og settu þau á réttan stað þannig að textinn gangi upp. bráðum – illa – mjög – afar – heiman – þannig – hvenær – hvernig Mig langar _____________ mikið að fara á tónleikana. ____________ ætli myndin verði frumsýnd í bíó? Það var einmitt ____________ sem ég fékk hjólið. ____________ koma blessuð jólin. ____________ komstu í skólann í morgun, varstu keyrður eða gekkst þú? Þessi jakki er ____________ fallegur. Jóna og Mundi skrifa svo ____________ að ég skil ekkert hvað stendur þarna. Ég vona að stóra systir mín fari bráðum að flytja að ___________. Notaðu orðið í sviganum og breyttu því í orð sem endar á -lega þannig að setningin gangi upp. Finndu svo út hvort orðin sem þú settir í eyðurnar eru atviksorð eða lýsingarorð og skrifaðu það á línurnar aftan við setningarnar. (hljóður) Unglingarnir gengu ________________ um gangana á meðan prófin voru. __________ (hress) Við töluðum við nokkra ________________ unglinga þegar við stoppuðum í Vík. __________ (ósköp) Fríða frænka er ________________ fyndin kona. __________ (einstakur) Þú hlærð svo ________________ skemmtilega. __________ (fagur) Salurinn var ________________ skreyttur. __________ (þreyttur) Töframaðurinn dró ________________ dúfu upp úr pípuhattinum. __________ (sterkur) Við fengum ________________ konu til að ýta bílnum í gang. __________ (mjúkur) Afi strauk mér ________________ um vangann þegar ég kvaddi hann. __________

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=