Málið í mark - óbeygjanleg orð

| Málið í mark – Óbeygjanleg orð | 22 | ATVIKSORÐ Atviksorð eða lýsingarorð Þegar vafi leikur á hvort orð teljist atviksorð eða lýsingarorð er einfaldast að breyta um tölu (setja eintölu í fleirtölu og öfugt). Ef vafaorðið breytist þá er það lýsingarorð en ef það helst óbreytt þá er það atviksorð. Dæmi: Bíllinn ekur hratt. Vafaorðið er hratt. Við setjum í fleirtölu: Bílarnir aka hratt. Orðið breytist ekki og þá er hratt atviksorð. Annað dæmi: Jóna var alltaf í Nauthólsvík síðasta sumar. Vafaorðið er síðasta. Við setjum í fleirtölu: Jóna var alltaf í Nauthólsvík síðustu sumur. Orðið breytist og þá er það lýsingarorð. Eins getum við þekkt atviksorðin á því að þau lýsa sagnorðunum (því sem gert er) en lýsingarorð lýsa fallorðum. Orð sem enda á -lega: Ef nafnorð kemur beint á eftir orði sem endar á -lega er það lýsingarorð, dæmi: Konan syngur fallega sálminn. Ef annar orðflokkur en nafnorð eða greinarmerki koma á eftir orðinu sem endar á -lega er það atviksorð, dæmi: Konan syngur fallega. Feitletruðu orðin eru annaðhvort atviksorð eða lýsingarorð. Finndu út hvorum orðflokkinum þau tilheyra og skrifaðu hann á línuna aftan við hvert orð. Finnur syngur þjóðsönginn hátt _____ og snjallt _____ þegar íslenska _____ landsliðið gengur inn á völlinn. Áhangendur hugsa fallega _____ til leikmanna sinna liða og vona að þeim eigi eftir að ganga ótrúlega _____ vel _____. Knár _____ dómari flautar leikinn á og Íslendingar hefja fyrstu sóknina og komast strax yfir með lúmskri _____ þriggja stiga körfu. Fyrsti leikhluti er mjög _____ jafn _____ og leiðir Ísland með tveimur mikilvægum _____ stigum. Annar leikhlutinn byrjar hressilega _____ hjá andstæðingunum en íslensku _____ leikmennirnir eru ískaldir _____ og það fer ekkert niður. Leikmenn ganga hnípnir _____ af velli inn í búningaklefann í hálfleik. Finnur vonar að þjálfarinn haldi einhverja svakalega _____ ræðu yfir þeim og að leikmenn komi dýrvitlausir _____ inn á völlinn í seinni hálfleik. Honum virðist verða að ósk sinni því þeir sem léku sæmilega _____ í fyrri hálfleik stíga upp og spila stórkostlegan _____ bolta. Í þriðja leikhluta var Ísland komið yfir og afar _____ góður _____ andi í stúkunni. Erlendi _____ leikstjórnandinn flýgur út af með fimmtu villuna og hvert vítaskotið á fætur öðru sem Ísland fær breytir stöðunni snögglega _____. Hið duglega _____ lið Íslands klárar leikinn af miklum _____ krafti og fagnar ógurlega _____.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=