Málið í mark - óbeygjanleg orð

| Málið í mark – Óbeygjanleg orð | 20 | ATVIKSORÐ Atviksorð, forsetning eða samtenging Stundum getur sama orðið tilheyrt fleiri en einum orðflokki. Gott er að muna eftirfarandi: Síðan er atviksorð ef þú getur sett eftir það í staðinn í málsgreinina en samtenging ef þú getur sagt frá því að í staðinn. Áður er atviksorð en áður en er samtenging. Þegar er atviksorð ef þú getur sett strax í staðinn í málsgreinina, annars samtenging. Orð eins og í, til, með, um eru forsetningar ef þau stýra falli á fallorði en ef þau stýra ekki falli eru þau atviksorð. Orðið að getur tilheyrt fjórum orðflokkum: nafnháttarmerki: Vertu ekki að plata mig. samtengingu: Við héldum að skólabíllinn færi ekki strax. forsetningu: Hvað er að tölvunni? atviksorði: Hvað er að? Orðið á getur tilheyrt fimm orðflokkum: nafnorð: Þú þarft að hoppa yfir litla á til að komast að bænum. sagnorð: Karen á sex sumarkjóla. upphrópun: Á, ég meiddi mig! forsetning: Ég keyrði á ljósastaur. atviksorð: Ég keyrði á. Finndu út hvort feitletraða orðið í setningunni er atviksorð, samtenging eða forsetning og skrifaðu það á línuna. Sagði hún í alvöru að Kjartan hefði kysst sig? ____________ Veist þú hvað var að í gær? ____________ Þegar pabbi kemur getum við lagt af stað. ____________ Farðu í lopapeysuna. ____________ Kristín hefur búið í Bolungarvík síðan hún fæddist ____________ Erum við að tala um nemendaráðið? ____________ Komdu nú þegar heim. ____________ Finnur þú til? ____________ Klæddu þig í. ____________ Settu heyrnartólin á borðið. ____________ Viltu ekki fá þér eitthvað að borða áður en þú ferð á æfingu? ____________ Hann er alltaf að æsa sig yfir engu. ____________

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=