Málið í mark - óbeygjanleg orð

| Málið í mark – Óbeygjanleg orð | 11 | SAMTENGINGAR Samtengingar Samtengingar (skammstafað st.) tengja saman einstök orð (Stína og Gunnar eru hjón) eða setningarhluta (Við förum á Þingvelli og á Gullfoss og Geysi). Samtengingar geta verið eitt orð eða fleiri og þær skiptast í aðal- og aukatengingar. Helstu aðaltengingarnar eru: og, en, eða, enda, heldur, ellegar. Eins eru til samtengingar sem eru kallaðar fleygaðar, þá er öðrum orðum smeygt inn á milli fyrri og seinni hluta samtengingarinnar, þær eru allar aðaltengingar: bæði – og, hvorki – né, annaðhvort – eða, ýmist – eða, hvort – eða. (Nemendur velja annaðhvort að læra spænsku eða þýsku.) Helstu aukatengingarnar eru: að, ef, þegar, þótt, meðan, svo að, af því að, vegna þess að, til þess að, þangað til að, þó að, eins og, áður en, hvort sem. Málsgreinar geta byrjað á samtengingu (Þegar skólinn er búinn fer Bjartur í píanótíma). Sum orð geta tilheyrt fleiri en einum orðflokki og fer það alltaf eftir merkingu orðsins í málsgreininni. Þannig getur orðið að tilheyrt fjórum orðflokkum og verið: nafnháttarmerki: Vertu ekki að plata mig. samtenging: Við héldum að skólabíllinn færi ekki strax. forsetning: Hvað er að tölvunni? atviksorð: Hvað er að? Dragðu hring um það/þau orð sem eru samtengingar í málsgreinunum. Það er kalt úti, viltu taka með þér úlpu eða þykka peysu? Þetta plan gengur ekki af því að klukkan er nú þegar orðin fimm. Lúðvík var næstum því búinn með prófið þegar bjallan hringdi. Við höfum búið á Stykkishólmi síðan ég var þriggja ára. Þau fengu öll háa einkunn fyrir verkefnið sitt enda höfðu þau lagt á sig mikla vinnu. Halla kemur með ef hún nær að færa flaututímann sinn. Fyrst ætla þau að fá sér ís og svo að fara í bíó. Þær ætluðu að skila verkefninu en prentarinn virkaði ekki. Veðurfræðingurinn sagði að það myndi stytta upp með deginum. Þú verður í marki þangað til að markmaðurinn nær sér að fullu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=