Málið í mark - óbeygjanleg orð

| Málið í mark – Óbeygjanleg orð | 10 | FORSETNINGAR Læknirinn talaði um hollustu og hreyfingu. Þessi sigur var ekki sanngjarn gagnvart liðinu okkar. Þennan vetur förum við yfir allar helstu getnaðarvarnirnar. Það er agalegt að sitja milli foreldra sinna þegar kynlífssena poppar upp í bíómynd. Sökum ófærðar komumst við ekki suður fyrr en á miðvikudag. forsetning fallorð fall fallorðins Finndu út hvort rita skal af eða að í málsgreinunum hér fyrir neðan. Bertu hefur alltaf langað í fallhlífarstökk en það kom öllum _____ óvörum að hún léti verða _____ því að fara. Kári dáðist _____ hugrekki hennar. Hann myndi aldrei hoppa _____ eigin rammleik eftir að hann prófaði teygjustökk og það ekki _____ ástæðulausu því hann hefur aldrei áður verið jafn hræddur. Kári lagði þó sitt _____ mörkum og tók myndir _____ Bertu, bæði fyrir stökk og eftir að hún lenti. Lendingin var svakaleg og Kári náði öllu á filmu og varð vitni _____ því þegar Berta lenti klofvega ofan á belju á beit. Berta gat ekki annað en hlegið _____ þessu, sér í lagi þar sem það var ekki mikið _____ búfénaði á lendingarsvæðinu en henni tókst _____ einhverri óljósri ástæðu að hitta á eina _____ fáum kúm á svæðinu. Hún var leyst úr böndunum en tók eftir að hún hafði týnt einni festingunni. Þau leituðu saman _____ festingunni en án árangurs. Berta var í skýjunum eftir stökkið og sagði það hafa verið forsmekkinn _____ næstu ævintýrum. _____ þessu tilefni ákváðu þau að fara saman næst í flúðasiglingu. _____ þeirra mati er smá spenna einmitt lykillinn _____ góðu ævintýri.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=