Málið í mark - óbeygjanleg orð

| Málið í mark – Óbeygjanleg orð | 9 | FORSETNINGAR Í fyrra skiptið ____ stöðvaði hann ekki bílinn alveg við stöðvunarskyldu ____, keyrði of hratt og rann aftur á bak þegar hann átti að taka af stað ____ í brekku ____. Í seinni tilrauninni ____ byrjaði hann ekki vel. Hann var svo stressaður að hann gat ekki munað hvað fyrsta umferðarskiltið þýddi sem prófdómarinn benti á. Án þess ____ að láta það stuða sig brosti hann og hélt áfram að keyra. Hann sá ekki skutbílinn, sem allt í einu ____ birtist á miðri götunni ____, fyrr en allt of seint. Hann náði ekki að bremsa og svipurinn á prófdómaranum ____ þegar þeir skullu á bílinn ____ var víst alveg óborganlegur. En allt er þegar þrennt er og frændi hans náði prófinu í þriðju tilraun ____. Finndu forsetningarnar og fallorðin sem þær stýra í setningunum og skrifaðu á réttan stað í töflunni. Finndu fallið sem fallorðin standa í. Athugaðu að í sumum setningum geta verið fleiri en ein forsetning og fleiri en eitt fallorð. Sparkaðu boltanum í markið. Þessi pakki er til Hörpu Dísar. Ég geri þetta ekki, þú ert alveg frá þér! Eru þessi blóm handa pabba? Við fáum okkur ís eftir leikinn. Dæmi: Bíllinn ók undir brúna. forsetning fallorð fall fallorðins undir brúna þf.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=