| Málið í mark – Óbeygjanleg orð | 8 | FORSETNINGAR Finndu forsetningarnar og fallorðin sem þær stýra og skrifaðu þau í töfluna. Bókin er eftir Vigdísi Grímsdóttur. Settu símann minn í hleðslu. Sökum veikinda get ég ekki komið. Daníel situr heima og lærir undir próf. Ármann og Helga keyra varlega yfir brúna. Ég hlakka svo til vetrarleyfisins. Ráðlagt er að unglingar fái a.m.k. tíu klukkutíma svefn á nóttinni. Vissir þú að það er skylda að vera með hjálm þegar þú hjólar ef þú ert yngri en 15 ára? Árið 1911 fengu konur á Íslandi jafnan rétt til menntunar og karlmenn. Ferð þú gangandi, í einkabíl, með strætó eða hjólandi í skólann? Í hvaða falli standa fallorðin í textanum? Mundu að það er forsetningin sem stýrir því að fallorðið er ekki lengur í nefnifalli. Viktor hélt upp á 16 ára afmælið sitt ____ um helgina ____. Foreldrar hans samþykktu að hann mætti bjóða til sín ____ öllum strákunum í handboltanum ____. Þeir horfðu á hryllingsmynd ____, borðuðu popp og seinna um kvöldið ____ kíktu nokkrar stelpur úr bekknum ____ í heimsókn ____. Viktori finnst frábært að nú má hann byrja í æfingarakstri ____ og það eru engin landslög sem ákveða hversu lengi hann má vera úti. Hann hefur trú á því ____ að það verði miklu auðveldara að semja við mömmu sína og pabba ____ um útivistartímann ____ þegar þau geta ekki lengur svarað: „Svona eru bara lögin.“ Mamma hans hringdi í ökukennara ____ sem mun koma í dag ____. Það verður ekki án alls kvíða ____ sem hann sest inn í bílinn ____ og setur í gír ____. Vonandi gengur allt vel. Frændi hans, sem er nítján ára, féll tvisvar á verklega prófinu ____. forsetning fallorð sem forsetning stýrir
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=