Málið í mark - óbeygjanleg orð

Óbeygjanleg orð Menntamálastofnun

Málið í mark Óbeygjanleg orð ISBN 978-9979-0-2840-6 © 2014 Ása Marin Hafsteinsdóttir 1. útgáfa 2015 önnur prentun 2016 þriðja prentun 2017 fjórða prentun 2019 fimmta prentun 2020 sjötta prentun 2021 Menntamálastofnun Kópavogi Ritstjórn: Aldís Yngvadóttir, Sigríður Wöhler Faglegur yfirlestur: Haukur Þorgeirsson Málfarslestur: Ingólfur Steinsson Hönnun og umbrot: Námsgagnastofnun Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. – Umhverfisvottuð prentsmiðja Efnisyfirlit Nafnháttarmerki.................1 Upphrópanir...................3 Forsetningar . . . . . . . . . . . . . . . . . . 5 Forsetningarliður . . . . . . . . . . . . . . . . 6 Samtengingar................. 11 Svoað–afþvíað . . . . . . . . . . . . . . . . 15 Atviksorð................... 18 Atviksorð, forsetning eða samtenging . . . . . . . 20 Atviksorð eða lýsingarorð . . . . . . . . . . . . . 22 Staðaratviksorð . . . . . . . . . . . . . . . . . 26 Stigbreyting atviksorða . . . . . . . . . . . . . . 27 Hvernig getur þú þekkt óbeygjanlegu orðflokkana? . 28 Greiningóbeygjanlegraorðaíorðflokka . . . . . . 29 Orðflokkagreining . . . . . . . . . . . . . . . . 31 Blandípoka.................. 32 Beinogóbeinræða.. . . . . . . . . . . . . . . 32 Jákvæðogneikvæðorð . . . . . . . . . . . . . 35 Samheitiogandheiti. . . . . . . . . . . . . . . 37 Margræðniorða . . . . . . . . . . . . . . . . . 40 Skammstafanir..................42 Víðtækorðogsértæk . . . . . . . . . . . . . . 44 Nýyrði, tökuorð og erfðaorð . . . . . . . . . . . . 46 Málshættirogorðtök. . . . . . . . . . . . . . . 49 Hljóðbreytingar.. . . . . . . . . . . . . . . . .55 Orðaforði....................58 Vandaðmál . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 59 Heilabrot.....................63

| Málið í mark – Óbeygjanleg orð | 1 | NAFNHÁTTARMERKI Nafnháttarmerki Aðeins eitt orð í íslensku er nafnháttarmerki (skammstafað nhm.) og það er orðið að. Það er ekki þar með sagt að orðið að sé alltaf nafnháttarmerki. Það verður að standa fyrir framan sagnorð í nafnhætti til að geta flokkast sem nafnháttarmerki. Dæmi: Við ætlum að fara í sund eftir skóla. Hér er orðið að nhm. vegna þess að sagnorðið fara (sem er í nafnhætti) kemur beint á eftir. Annað dæmi: Fréttakonan sagði að hljómsveitin kæmi til landsins á morgun. Hér er orðið að ekki nhm. því að ekkert sagnorð í nafnhætti kemur beint á eftir. Dragðu hring um nafnháttarmerkin í textanum. Verðum við ekki að kaupa afmælisgjöfina í dag? Brjánn ætlar að fara með afa sínum og ömmu að veiða í Laxá næstu helgi. Í tölvutímanum sagði kennarinn okkur að skoða Kynfræðsluvefinn og eftir að hann sýndi okkur hvað hann hefur upp á að bjóða í tíma held ég að margir fari heim í dag til að skoða hann enn betur. Mér finnst skemmtilegast í sundi þegar við fáum að fara í heitu pottana. Næsta sumar ætlar bekkurinn að fara til Kaupmannahafnar og vera með dönskum bekk í eina viku. Nú erum við að ákveða hver verður með hverjum í herbergi. Verðum við að flokka fernurnar okkar frá öðru rusli? En plastflöskur, eigum við að setja þær í grænu eða bláu tunnuna? Að vera eða ekki vera, þarna er efinn. Hver var alltaf að velta þessu fyrir sér? Shakespeare sagði að það væri betra að vera vel hengdur en illa giftur. Hann hefur ekki vitað að það er hægt að skilja. Finndu nafnháttarmerkin í textanum og dragðu hring um þau. Útskýrðu í örfáum orðum hvers vegna að er ekki nafnháttarmerki í öllum tilvikum. Fjölskyldan ætlar að flytja til Ísafjarðar í lok sumars, eftir því sem mamma segir. Hún segir líka að pabbi sé búinn að fá vinnu á sjúkrahúsinu. Mér finnst ekkert að því enda held ég að það verði bara gaman að kynnast nýju fólki og ég er búinn að skoða heimasíðu grunnskólans sem ég mun fara í. Kennararnir hljóta að hafa fínan húmor því nafn heimasíðunnar er fyndið. Félagsmiðstöðin heitir Djúpið og virðist vera ágætis líf í henni, að minnsta kosti eru ferðalög, böll og fleira auglýst á netinu hjá þeim.

| Málið í mark – Óbeygjanleg orð | 2 | NAFNHÁTTARMERKI Það eru engar verslunarmiðstöðvar í bænum en nokkrar búðir og svo er hægt að fara í bíó, á skíði og örugglega eitthvað fleira. Kannski get ég meira að segja fengið vinnu næsta sumar á einhverri trillu, ég hef alltaf haft áhuga á því að fara á sjó og vera um borð í skipi sem siglir að landi og trilla gæti verið fyrsta skrefið. Ég verð að viðurkenna að mér finnst hugmyndin um að flytja vestur mjög spennandi. ___________________________________________________________________________ ___________________________________________________________________________ ___________________________________________________________________________ ___________________________________________________________________________ ___________________________________________________________________________ ___________________________________________________________________________

| Málið í mark – Óbeygjanleg orð | 3 | UPPHRÓPANIR Upphrópanir Upphrópanir (skammstafað uh.) geta staðið einar og sér og lýsa gleði, undrun, reiði, sársauka, vonbrigðum eða öðrum tilfinningum: vá, uss, nei, já, jæja, á, æ, hæ, hó, jibbí, svei … Þær geta staðið sem ein heil setning (t.d. Ha?). Ef upphrópun hefur bætt við sig greini þá er orðið flokkað sem nafnorð (t.d. Ég heyrði ekki jáið hennar vegna þess að hún hvíslaði). Dragðu hring um orðin sem tilheyra upphrópunum í textanum. „Hæ, gaman að sjá þig. Vá, hvað þú hefur tekið mikinn lit í dag. Æ, svíður þig ekkert? Þú hefur greinilega brunnið í sólinni.“ „Nei, nei, mér líður ágætlega.“ „Ji, hvað þú ert rauð á enninu og bringunni. Uss, þú verður að kaupa þér sterkari sólarvörn fyrir morgundaginn.“ „Ha?“ „Þú verður að kaupa þér sterkari sólarvörn.“ „Ja, ég mun gera það á morgun. En hvernig gekk hjá þér í dag?“ „Ó, þetta var dásamlegur dagur. Við fórum í dýragarðinn og sáum fullt af dýrum. Aparnir voru fyndnastir, þeir kúkuðu í lófa sína og reyndu að kasta í okkur skítnum.“ „Oj, ertu ekki að grínast?“ „Nei, þeir hittu okkur aldrei en þetta var ógeðslega fyndið.“ „Ha ha, þetta er ógeðslegt.“ „Varstu búin að fá leyfi hjá mömmu þinni að fara í vatnsrennibrautargarðinn?“ „Nei, jáin frá henni standa eitthvað á sér þessa dagana.“ „Jæja, ég ætla að skjótast út í búð og kaupa vatn, bless.“ „Já, sjáumst á eftir.“

| Málið í mark – Óbeygjanleg orð | 4 | UPPHRÓPANIR Skrifaðu upphrópanir á línurnar. Athugaðu að í sumum dæmum geta verið fleiri en eitt rétt svar. ________, þetta var ekki gott. ____________, ertu ekki að koma. ____________, ég ætla ekki með að þessu sinni. ___________, ekki tala svona hátt, þeir heyra í okkur. __________, hvað þetta er vel gert! Jólasveinn í bíómyndum segir alltaf: „_____________“. ______, ég meiddi mig. ________, hvað lífið er skemmtilegt. _________, hvað sagðir þú? _____, ______, og _______, _______ og _______, _____, það er kominn 17. júní. Skrifaðu setningu þar sem þú notar a.m.k. þrjár upphrópanir. ___________________________________________________________________________ ___________________________________________________________________________ ___________________________________________________________________________ ___________________________________________________________________________ ___________________________________________________________________________ ___________________________________________________________________________ ___________________________________________________________________________ vá æ hæ hó á svei nei uss já jibbí jæja

| Málið í mark – Óbeygjanleg orð | 5 | FORSETNINGAR Forsetningar Forsetningar stýra falli, þ.e. þær hafa áhrif á að fallorð sem kemur á eftir er í aukafalli (þf., þgf. eða ef.). Dæmi: Bílarnir keyra eftir götunni, hér er forsetningin eftir og stýrir falli orðsins götunni. Forsetningar geta verið eitt orð eða fleiri. Dæmi: Hún gekk upp á hólinn. Ef tvö fallorð standa hlið við hlið þá stýrir forsetningin falli þeirra beggja. Dæmi: Bílarnir keyra eftir endilangri götunni, hér er forsetningin orðið eftir og hefur hún bæði áhrif á fallið í orðunum endilangri og götunni. Forsetningin vegna hefur ákveðna sérstöðu því oft er fallorðið sem hún stýrir á undan í setningunni. Dæmi: Mín vegna máttu fara. Hér stýrir vegna fallinu á mín. Dæmi um forsetningar sem stýra: þolfalli: um, fyrir, eftir, kringum, gegnum, yfir o.s.frv. þágufalli: frá, hjá, af, að, gagnvart, ásamt, gegn, handa, mót o.s.frv. eignarfalli: til, sökum, vegna, auk, meðal, án, milli o.s.frv. Sumar forsetningar (t.d. á, í, með, eftir, fyrir) geta stýrt bæði þolfalli og þágufalli. Dæmi: Ég kem með diskana. Hér stýrir forsetningin með fallinu á orðinu diskana (þf.). Annað dæmi: Þú kemur með mér heim. Hér stýrir forsetningin með fallinu á orðinu mér (þgf.). Skrifaðu réttar forsetningarnar inn í eyðurnar þannig að setningarnar gangi upp. í – í – í – á – á – um – um – með – með – eftir – af – milli – vegna – fyrir – til – hjá – án – umhverfis – andspænis Við flugum ______ Flórída ______ gær og lentum ______ miðja nótt. Í dag ætlum við að fara ______ ströndina og njóta sólarinnar. Ströndin er rétt ______ hótelinu, það er bara ein gata ______ hótelgarðsins og strandarinnar. Ég óskaði ______ því að fara ______ vatnsrennibrautagarð og tívolí. Það er ______ nógu að taka enda úr mörgum skemmtigörðum að velja. ______ hótelið er gul girðing. ______ hótelinu er mínígolfvöllur ______ mjög erfiðum brautum. Pabbi heldur að hann vinni ______ þess að hann spilar golf ______ vinum sínum heima en við systkinin höldum að mamma vinni því hún er mun nákvæmari en hann. Við fáum þó ekki að vita svarið ______ þess að keppni verði háð. Litla systir mín vill fara ______ dýragarð ______ morgun og munum við gera það ______ hádegi. Ég held að þessar tvær vikur verði dásamlegar og við munum tala mikið ______ þessa ferð í framtíðinni.

| Málið í mark – Óbeygjanleg orð | 6 | FORSETNINGAR Skrifaðu forsetningar inn í eyðurnar þannig að textinn gangi upp. Fleiri en eitt rétt svar koma til greina í sumum setningum. Kastaðu boltanum ______ skúrinn. Kisa tróð sér ______ sófann. Settu hrærivélina hans afa þíns upp ______ eldhúsborð. Megum við frá frí ______ æfingu? Ef þú gengur ______ götunni þá finnur þú kannski símann þinn. Ég er búin að leita ______ allan skólann, ______ þess að hafa komið við ______ afa og ömmu en síminn minn er bara horfinn. Leikurinn verður sýndur ______ breiðtjaldi ef allt gengur eftir. Litli bróðir er sjálfur farinn að klæða sig ______ fötunum áður en hann fer ______ náttföt. Hún vill ekki fara með og þess ______ verður hún heima. Neteinelti ______ barna og unglinga er talsvert ______ hverju ári. Hvað er hægt að gera til að koma ______ veg fyrir það? Forsetningarliður Forsetningin og það fallorð eða þau fallorð sem hún stýrir kallast einu nafni forsetningarliður. Gott er að muna þessa formúlu: Forsetning + fallorðið/n sem hún stýrir = forsetningarliður. Dæmi: Hlauptu umhverfis græna húsið. Forsetningarliðurinn er: umhverfis græna húsið. Dragðu hring um þau orð sem mynda forsetningarlið í hverri setningu. Athugaðu að fleiri en einn forsetningarliður geta verið í hverri setningu. Bjarki, viltu koma í bíó? Stingdu blaðinu bara inn um lúguna. Veistu klukkan hvað Karen kemur heim á morgun? Íþróttakennarinn sagði okkur að hlaupa umhverfis tjörnina. Getum við ekki verið hjá Jónu frænku? Ætlið þið virkilega til London án mín? Þetta er ekki sanngjarnt gagnvart okkur. Flokkaðu plast í gulu tunnuna og pappír í þá bláu. Horfum á nýjasta þáttinn eftir heimalærdóminn.

| Málið í mark – Óbeygjanleg orð | 7 | FORSETNINGAR Dragðu hring um þau orð sem mynda forsetningarlið í textanum. Hann hringdi í morgun og ég varð ótrúlega spennt. Þegar hann stakk upp á því að við færum saman á nýja pitsustaðinn í miðbænum lá við að ég öskraði af gleði. Pabbi fór með mér í Kringluna og leyfði mér að kaupa bol sem var flottur við nýju gallabuxurnar sem við mamma keyptum í síðasta mánuði. Ég var ekki búin að segja neinum að við værum að fara að hittast vegna þess að ég roðnaði svo mikið í hvert sinn sem ég hugsaði um það. Tveimur tímum fyrir stefnumótið var ég tilbúin og gat ekki beðið, sökum áhuga lagði ég allt of snemma af stað og gekk nokkra hringi kringum tjörnina til að mæta ekki of snemma. Hann var mættur þegar ég kom inn og ég settist hjá honum. Við pöntuðum okkur pitsu og ég spurði hvernig honum hefði gengið í skyndiprófinu sem við tókum í dag. Hann muldraði eitthvert svar sem ég heyrði ekki. Pitsan var varla komin á borðið þegar ég áttaði mig á því að þetta var ekki stefnumót. Hann sat þarna gegnt mér og spurði með stjörnur í augum hvort Stína vinkona mín hefði einhvern tímann talað um hann. Hvort ég héldi að hún væri spennt fyrir honum. Ég reyndi að leyna vonbrigðum mínum, tuggði matinn og kyngdi honum ásamt kökknum sem var farinn að myndast í hálsinum. Kvöldið, sem átti að vera svo sérstakt, endaði með því að ég hvatti þann sem ég er skotin í til að hringja í bestu vinkonu mína án þess að segja honum að Stína er hrifin af vini hans. Hann mun komast að því án minnar hjálpar. Skrifaðu tvær setningar með forsetningunni fyrir og láttu forsetninguna stýra þolfalli í fyrri setningunni og þágufalli í þeirri síðari. ___________________________________________________________________________ ___________________________________________________________________________ ___________________________________________________________________________ ___________________________________________________________________________ ___________________________________________________________________________ ___________________________________________________________________________ ___________________________________________________________________________ ___________________________________________________________________________

| Málið í mark – Óbeygjanleg orð | 8 | FORSETNINGAR Finndu forsetningarnar og fallorðin sem þær stýra og skrifaðu þau í töfluna. Bókin er eftir Vigdísi Grímsdóttur. Settu símann minn í hleðslu. Sökum veikinda get ég ekki komið. Daníel situr heima og lærir undir próf. Ármann og Helga keyra varlega yfir brúna. Ég hlakka svo til vetrarleyfisins. Ráðlagt er að unglingar fái a.m.k. tíu klukkutíma svefn á nóttinni. Vissir þú að það er skylda að vera með hjálm þegar þú hjólar ef þú ert yngri en 15 ára? Árið 1911 fengu konur á Íslandi jafnan rétt til menntunar og karlmenn. Ferð þú gangandi, í einkabíl, með strætó eða hjólandi í skólann? Í hvaða falli standa fallorðin í textanum? Mundu að það er forsetningin sem stýrir því að fallorðið er ekki lengur í nefnifalli. Viktor hélt upp á 16 ára afmælið sitt ____ um helgina ____. Foreldrar hans samþykktu að hann mætti bjóða til sín ____ öllum strákunum í handboltanum ____. Þeir horfðu á hryllingsmynd ____, borðuðu popp og seinna um kvöldið ____ kíktu nokkrar stelpur úr bekknum ____ í heimsókn ____. Viktori finnst frábært að nú má hann byrja í æfingarakstri ____ og það eru engin landslög sem ákveða hversu lengi hann má vera úti. Hann hefur trú á því ____ að það verði miklu auðveldara að semja við mömmu sína og pabba ____ um útivistartímann ____ þegar þau geta ekki lengur svarað: „Svona eru bara lögin.“ Mamma hans hringdi í ökukennara ____ sem mun koma í dag ____. Það verður ekki án alls kvíða ____ sem hann sest inn í bílinn ____ og setur í gír ____. Vonandi gengur allt vel. Frændi hans, sem er nítján ára, féll tvisvar á verklega prófinu ____. forsetning fallorð sem forsetning stýrir

| Málið í mark – Óbeygjanleg orð | 9 | FORSETNINGAR Í fyrra skiptið ____ stöðvaði hann ekki bílinn alveg við stöðvunarskyldu ____, keyrði of hratt og rann aftur á bak þegar hann átti að taka af stað ____ í brekku ____. Í seinni tilrauninni ____ byrjaði hann ekki vel. Hann var svo stressaður að hann gat ekki munað hvað fyrsta umferðarskiltið þýddi sem prófdómarinn benti á. Án þess ____ að láta það stuða sig brosti hann og hélt áfram að keyra. Hann sá ekki skutbílinn, sem allt í einu ____ birtist á miðri götunni ____, fyrr en allt of seint. Hann náði ekki að bremsa og svipurinn á prófdómaranum ____ þegar þeir skullu á bílinn ____ var víst alveg óborganlegur. En allt er þegar þrennt er og frændi hans náði prófinu í þriðju tilraun ____. Finndu forsetningarnar og fallorðin sem þær stýra í setningunum og skrifaðu á réttan stað í töflunni. Finndu fallið sem fallorðin standa í. Athugaðu að í sumum setningum geta verið fleiri en ein forsetning og fleiri en eitt fallorð. Sparkaðu boltanum í markið. Þessi pakki er til Hörpu Dísar. Ég geri þetta ekki, þú ert alveg frá þér! Eru þessi blóm handa pabba? Við fáum okkur ís eftir leikinn. Dæmi: Bíllinn ók undir brúna. forsetning fallorð fall fallorðins undir brúna þf.

| Málið í mark – Óbeygjanleg orð | 10 | FORSETNINGAR Læknirinn talaði um hollustu og hreyfingu. Þessi sigur var ekki sanngjarn gagnvart liðinu okkar. Þennan vetur förum við yfir allar helstu getnaðarvarnirnar. Það er agalegt að sitja milli foreldra sinna þegar kynlífssena poppar upp í bíómynd. Sökum ófærðar komumst við ekki suður fyrr en á miðvikudag. forsetning fallorð fall fallorðins Finndu út hvort rita skal af eða að í málsgreinunum hér fyrir neðan. Bertu hefur alltaf langað í fallhlífarstökk en það kom öllum _____ óvörum að hún léti verða _____ því að fara. Kári dáðist _____ hugrekki hennar. Hann myndi aldrei hoppa _____ eigin rammleik eftir að hann prófaði teygjustökk og það ekki _____ ástæðulausu því hann hefur aldrei áður verið jafn hræddur. Kári lagði þó sitt _____ mörkum og tók myndir _____ Bertu, bæði fyrir stökk og eftir að hún lenti. Lendingin var svakaleg og Kári náði öllu á filmu og varð vitni _____ því þegar Berta lenti klofvega ofan á belju á beit. Berta gat ekki annað en hlegið _____ þessu, sér í lagi þar sem það var ekki mikið _____ búfénaði á lendingarsvæðinu en henni tókst _____ einhverri óljósri ástæðu að hitta á eina _____ fáum kúm á svæðinu. Hún var leyst úr böndunum en tók eftir að hún hafði týnt einni festingunni. Þau leituðu saman _____ festingunni en án árangurs. Berta var í skýjunum eftir stökkið og sagði það hafa verið forsmekkinn _____ næstu ævintýrum. _____ þessu tilefni ákváðu þau að fara saman næst í flúðasiglingu. _____ þeirra mati er smá spenna einmitt lykillinn _____ góðu ævintýri.

| Málið í mark – Óbeygjanleg orð | 11 | SAMTENGINGAR Samtengingar Samtengingar (skammstafað st.) tengja saman einstök orð (Stína og Gunnar eru hjón) eða setningarhluta (Við förum á Þingvelli og á Gullfoss og Geysi). Samtengingar geta verið eitt orð eða fleiri og þær skiptast í aðal- og aukatengingar. Helstu aðaltengingarnar eru: og, en, eða, enda, heldur, ellegar. Eins eru til samtengingar sem eru kallaðar fleygaðar, þá er öðrum orðum smeygt inn á milli fyrri og seinni hluta samtengingarinnar, þær eru allar aðaltengingar: bæði – og, hvorki – né, annaðhvort – eða, ýmist – eða, hvort – eða. (Nemendur velja annaðhvort að læra spænsku eða þýsku.) Helstu aukatengingarnar eru: að, ef, þegar, þótt, meðan, svo að, af því að, vegna þess að, til þess að, þangað til að, þó að, eins og, áður en, hvort sem. Málsgreinar geta byrjað á samtengingu (Þegar skólinn er búinn fer Bjartur í píanótíma). Sum orð geta tilheyrt fleiri en einum orðflokki og fer það alltaf eftir merkingu orðsins í málsgreininni. Þannig getur orðið að tilheyrt fjórum orðflokkum og verið: nafnháttarmerki: Vertu ekki að plata mig. samtenging: Við héldum að skólabíllinn færi ekki strax. forsetning: Hvað er að tölvunni? atviksorð: Hvað er að? Dragðu hring um það/þau orð sem eru samtengingar í málsgreinunum. Það er kalt úti, viltu taka með þér úlpu eða þykka peysu? Þetta plan gengur ekki af því að klukkan er nú þegar orðin fimm. Lúðvík var næstum því búinn með prófið þegar bjallan hringdi. Við höfum búið á Stykkishólmi síðan ég var þriggja ára. Þau fengu öll háa einkunn fyrir verkefnið sitt enda höfðu þau lagt á sig mikla vinnu. Halla kemur með ef hún nær að færa flaututímann sinn. Fyrst ætla þau að fá sér ís og svo að fara í bíó. Þær ætluðu að skila verkefninu en prentarinn virkaði ekki. Veðurfræðingurinn sagði að það myndi stytta upp með deginum. Þú verður í marki þangað til að markmaðurinn nær sér að fullu.

| Málið í mark – Óbeygjanleg orð | 12 | SAMTENGINGAR Finndu samtengingarnar í textanum og dragðu hring um þær. Veldu þér fimm af þeim og skrifaðu nýjar setningar þar sem samtengingarnar koma fyrir. Á Íslandi ríkir lýðræði eins og flestir vita. Einföld skýring er að lýðurinn ræður en það lýsir sér til dæmis í frjálsum kosningum ásamt opinni umræðu fólksins í landinu. Nemendalýðræði er alltaf að verða meira áberandi í skólastarfi og nemendur fagna því. Mörg dæmi eru um að haldin séu skólaþing í grunnskólum enda rímar það vel við áherslu á lýðræði og mannréttindi í aðalnámskrá. Á skólaþingi fá nemendur að ræða í hópum ýmis mál sem brenna á þeim eins og til dæmis skólareglurnar, vettvangsferðir, námið sjálft og félagslífið í skólanum. Þegar skólaþingi er lokið safna stjórnendur hugmyndum og ábendingum saman sem og öllu sem viðkemur umræðum úr hverjum hóp fyrir sig. Nú þegar hafa nokkrar breytingar orðið í skólum vegna þess að hlustað var á óskir nemenda. Þátttaka barna og unglinga í að móta skólastarf er vaxandi enda eiga nemendur að eiga tvo fulltrúa í skólaráði samkvæmt grunnskólalögum. Sumum finnst að aldrei sé hlustað á þá en það þýðir ekkert að gefast upp þegar á móti blæs af því að þá verða aldrei neinar breytingar. Þetta er spurning um að taka annaðhvort þátt eða láta aðra ákveða allt í samfélaginu. Unglingar eiga að vera virkir þátttakendur í samfélaginu og það er hvergi betra að byrja en í skólanum sínum. ___________________________________________________________________________ ___________________________________________________________________________ ___________________________________________________________________________ ___________________________________________________________________________ ___________________________________________________________________________ ___________________________________________________________________________ ___________________________________________________________________________ ___________________________________________________________________________ ___________________________________________________________________________ ___________________________________________________________________________ ___________________________________________________________________________

| Málið í mark – Óbeygjanleg orð | 13 | SAMTENGINGAR Finndu samtengingu í gula kassanum og setningu úr gráa kassanum til að búa til heilsteypta málsgrein. Stundum getur fleiri en ein samtenging virkað en kúnstin er að láta allt ganga upp. Við ætlum í sund eftir skóla __________________________________________________ Ég færi með í bíó ___________________________________________________________ Þú verður að bíða ___________________________________________________________ Birna bauð sig fram _________________________________________________________ Ég ætla frekar að borða eplið _________________________________________________ Þið hefðuð gott af því að ganga ______________________________________________ Horfðu bara á sjónvarpið _____________________________________________________ Í sumar förum við til Egilsstaða ________________________________________________ Grímur klárar alla kökuna ____________________________________________________ Höllu langar að sjá kvikmyndina Vonarstræti ____________________________________ ___________________________________________________________________________ en þangað til að ef þótt áður en enda meðan vegna þess að og eða Kári klárar að borða. mig langar meira á Hross í oss. systir hans kemur heim. það er hollt og gott. hún kviði því að halda ræðu. hann er tilbúinn. heim að spila nýja tölvuleikinn. komum við hjá ömmu á Akureyri. er ekki sjálfgefið að eiga bíl. ég væri ekki á æfingu.

| Málið í mark – Óbeygjanleg orð | 14 | SAMTENGINGAR Skrifaðu samtengingar inn í textann á rétta staði þannig að hann gangi upp. hvort – eða því að en að bæði – og svo að til að annaðhvort – eða áður en og eins og enda þangað til að Elísabet sagði að ________ ________ dansaði Gísli við hana í afmælinu ____________ hún myndi aldrei tala við hann aftur. Ég veit ekki ____________ hann muni dansa við hana ____________ ekki. Fáðu Öllu til að fara út ____________ við getum falið gjöfina hennar ____________ hún er spennt fyrir pakkaleit ____________ þegar við vorum litlar. Fannar var búinn að sækja kökuna ____________ fara með hana í ísskáp ________ geyma hana _____________ veislan byrjar. Foreldrar Öllu ætla í bíó ____________ koma frekar snemma heim. Ef eitthvað krassandi á að gerast verður það að gerast ____________ þeir koma. Jóel er alveg með tónlistina á sínum snærum, hann tók ____________ að sér að safna saman lögum ____________ redda góðum græjum. Þetta verður sannarlega afmæli aldarinnar ____________ hafa allir lagt sitt af mörkum.

| Málið í mark – Óbeygjanleg orð | 15 | SAMTENGINGAR Svo að – af því að Það er merkingarmunur á svo að og af því að. Við notum svo að til að vísa í afleiðinguna en af því að til að vísa í orsökina. Dæmi: Bíllinn stoppaði af því að hann var bensínlaus. Æfingin féll niður svo að ég komst með í bíó. Veldu hvort segja skal svo að eða af því að í þessum setningum. Það var ekki til blek í prentarann __________ ég gat ekki prentað út ritgerðina. Mig langar í bíó __________ allir hafa sagt að myndin sé góð. Ég las alla helgina fyrir prófið __________ mér mun örugglega ganga vel. Úti skein sólin __________ ég slökkti á sjónvarpinu og fór út í sólbað. Við misstum af tengifluginu __________ það var seinkun á vélinni. Það var enginn dönskutími í dag __________ kennarinn var heima með veikt barn __________ við fórum út í körfubolta í sólinni. Herjólfur varð að leggja í aðra höfn __________ Landeyjahöfn var lokuð. Mig langar að læra eðlisfræði __________ ég eigi möguleika á að fara í læknisfræði. Svava grét í lok myndarinnar __________ endirinn var svo sorglegur. Skrifaðu setningu sem passar við fyrri setninguna og samtenginguna og myndaðu málsgrein sem gengur upp (mundu að það verður að vera sagnorð í setningu og mundu að sumar samtengingar eru fleygaðar). Ég gæti grátið þegar ________________________________________________________ ___________________________________________________________________________ Mér líður vel af því að _______________________________________________________ ___________________________________________________________________________ Stundum verð ég hrædd(ur) ef _______________________________________________ ___________________________________________________________________________ Þegar ég verð fullorðin(n) ætla ég annaðhvort að _______________________________ ___________________________________________________________________________ Næsta sumar langar mig bæði að _____________________________________________ ___________________________________________________________________________

| Málið í mark – Óbeygjanleg orð | 16 | SAMTENGINGAR Ef ég sæi geimveru myndi ég fyrst ekki trúa mínum eigin augum en ___________________________________________________________________________ ___________________________________________________________________________ Ég óska þess að ____________________________________________________________ ___________________________________________________________________________ Ég gæti aldrei … vegna þess að ______________________________________________ ___________________________________________________________________________ Ég hefði ekkert á móti því að vera á föstu og ___________________________________ ___________________________________________________________________________ Ef ég hefði ofurkrafta vildi ég geta flogið eða ___________________________________ ___________________________________________________________________________ Það eru sex hlutir sem mig langar að gera áður en ______________________________ ___________________________________________________________________________ Ég kann hvorki _____________________________________________________________ ___________________________________________________________________________ Ef ég ætti 20 milljónir langaði mig til þess að ___________________________________ ___________________________________________________________________________ Ég er ýmist góð(ur) í ________________________________________________________ ___________________________________________________________________________ Ég get ekki beðið þangað til að _______________________________________________ ___________________________________________________________________________ Ég mun útskrifast enda ______________________________________________________ ___________________________________________________________________________

| Málið í mark – Óbeygjanleg orð | 17 | SAMTENGINGAR Skrifaðu þessar setningar í eina málsgrein með því að tengja þær saman með samtengingu. Hér koma ýmis svör til greina. Mig langar að fara á skíði. Mig langar líka að fara á bretti. ___________________________________________________________________________ ___________________________________________________________________________ Kolfinna fer í FB. Ef hún fer ekki í FB þá langar hana í Tækniskólann. ___________________________________________________________________________ ___________________________________________________________________________ Janus fæddist á Egilsstöðum. Hann býr ekki lengur þar. ___________________________________________________________________________ ___________________________________________________________________________ Pabbi er reiður. Ástæðan er að ég braut óvart símann hans. ___________________________________________________________________________ ___________________________________________________________________________ Sagði hún að sig langaði til Ástralíu? Sagði hún að sig langaði til Indlands? ___________________________________________________________________________ ___________________________________________________________________________ Ég fæ tölvu í útskriftargjöf. Mamma sagði það. ___________________________________________________________________________ ___________________________________________________________________________ Kennarinn er veikur. Prófið verður á morgun ___________________________________________________________________________ ___________________________________________________________________________ Hjörtur kemur ekki með. Hann á samt pening fyrir ferðinni. ___________________________________________________________________________ ___________________________________________________________________________ Hanna ætlar aldrei að reykja. Hún ætlar ekki heldur að drekka áfengi. ___________________________________________________________________________ ___________________________________________________________________________ Matthildi gekk vel í prófinu. Hún lærði ótrúlega mikið undir það. ___________________________________________________________________________ ___________________________________________________________________________

| Málið í mark – Óbeygjanleg orð | 18 | ATVIKSORÐ Atviksorð Atviksorð (skammstafað ao.) fallbeygjast hvorki né tíðbeygjast en sum þeirra stigbreytast. Atviksorð segja okkur nánar um: hvar eitthvað gerist (þarna, hérna, inni, uppi, úti, niðri, heima …), hvert eitthvað/einhver fer (þangað, hingað, inn, upp, út, niður, heim …), hvernig eitthvað er gert (vel, illa, mjög, þannig, svona, afar, svo …), hvenær eitthvað gerist (núna, strax, aldrei, alltaf, bráðum, oft …) Spurnaratviksorð (hvenær, hvar, hversu, hvernig, hvert …) Til að átta sig betur á hlutverki atviksorða er gott að hafa í huga eftirtalda undirflokka: Tíðaratviksorð – segja okkur hvenær Staðaratviksorð – segja okkur hvar og hvert Háttaratviksorð – segja okkur hvernig Spurnaratviksorð – fela í sér spurningu. Þau teljast öll til spurnarorða en varast skal að rugla þeim saman við orðin hver, hvor og hvaða sem eru spurnarfornöfn. Finndu atviksorðin í setningunum og skrifaðu þau á línuna. Högni fer bráðum til Húsavíkur að heimsækja frænku sína. __________ Jana kemur heim strax eftir skóla. __________ ____________ Þið teiknið mjög vel. __________ __________ Hettupeysan hangir alltaf inni í skáp. __________ __________ Getur þú farið út á fótboltavöll að sækja systur þína? __________ „Þetta er afar vandaður blómavasi,“ segir amma. __________ Við fáum aldrei að fara fyrr úr tíma í náttúrufræði. __________ __________ Kannski förum við til Flórída næsta vetur. __________ Hlaupum þangað og athugum hvort Klara sé þar. __________ __________ Komið þið frekar hingað. __________ __________

| Málið í mark – Óbeygjanleg orð | 19 | ATVIKSORÐ Finndu atviksorðin í textanum og skrifaðu þau á línurnar aftan við hverja setningu. Eftir skóla hittumst við alltaf úti í sjoppu. _______________________ Við fórum þangað til að kaupa okkur að borða áður en við fórum heim. _______________________ Einu sinni stóðum við inni í sjoppunni, hver með sína pylsu, þegar maður með lambhúshettu ruddist inn. _______________________ Hann hélt á mjög stóru járnröri sem hann otaði að afgreiðslumanninum um leið og hann gargaði á hann að rétta sér peninginn. _______________________ Án þess að hugsa hentum við pylsunum út í horn og stukkum öll fjögur á manninn. _______________________ Hann missti takið á rörinu sem flaug upp í loft og lenti langt frá honum. _______________________ Við skelltum honum niður á gólf og lágum á honum þangað til að lögreglan kom. _______________________ Lögreglan hrósaði okkur fyrir hugrekkið og afgreiðslumaðurinn gaf okkur nýjar pylsur sem okkur fannst vel gert. _______________________ Þegar lögreglan spurði okkur hvers vegna við hjálpuðum afgreiðslumanninum sögðum við að kannski hafi það verið vegna þess að við vorum búin að pylsa okkur upp. _______________________ Allir hlógu en við vissum að ástæðan var að okkur þótti vænt um gamla manninn sem beið alltaf eftir okkur með bros á vör, en það var svo væmið að segja það svo að við snerum þessu upp í grín. _______________________ Á ég að pylsa þig upp?

| Málið í mark – Óbeygjanleg orð | 20 | ATVIKSORÐ Atviksorð, forsetning eða samtenging Stundum getur sama orðið tilheyrt fleiri en einum orðflokki. Gott er að muna eftirfarandi: Síðan er atviksorð ef þú getur sett eftir það í staðinn í málsgreinina en samtenging ef þú getur sagt frá því að í staðinn. Áður er atviksorð en áður en er samtenging. Þegar er atviksorð ef þú getur sett strax í staðinn í málsgreinina, annars samtenging. Orð eins og í, til, með, um eru forsetningar ef þau stýra falli á fallorði en ef þau stýra ekki falli eru þau atviksorð. Orðið að getur tilheyrt fjórum orðflokkum: nafnháttarmerki: Vertu ekki að plata mig. samtengingu: Við héldum að skólabíllinn færi ekki strax. forsetningu: Hvað er að tölvunni? atviksorði: Hvað er að? Orðið á getur tilheyrt fimm orðflokkum: nafnorð: Þú þarft að hoppa yfir litla á til að komast að bænum. sagnorð: Karen á sex sumarkjóla. upphrópun: Á, ég meiddi mig! forsetning: Ég keyrði á ljósastaur. atviksorð: Ég keyrði á. Finndu út hvort feitletraða orðið í setningunni er atviksorð, samtenging eða forsetning og skrifaðu það á línuna. Sagði hún í alvöru að Kjartan hefði kysst sig? ____________ Veist þú hvað var að í gær? ____________ Þegar pabbi kemur getum við lagt af stað. ____________ Farðu í lopapeysuna. ____________ Kristín hefur búið í Bolungarvík síðan hún fæddist ____________ Erum við að tala um nemendaráðið? ____________ Komdu nú þegar heim. ____________ Finnur þú til? ____________ Klæddu þig í. ____________ Settu heyrnartólin á borðið. ____________ Viltu ekki fá þér eitthvað að borða áður en þú ferð á æfingu? ____________ Hann er alltaf að æsa sig yfir engu. ____________

| Málið í mark – Óbeygjanleg orð | 21 | ATVIKSORÐ Feitletruðu orðin í textanum eru ýmist atviksorð, forsetningar eða samtengingarnar. Finndu út hvaða orðflokki þau tilheyra og skrifaðu þau í réttan dálk. Frábært að þú ætlir að halda partí en gættu þess að tala við foreldra þína áður. Ef ég heyri klingjandi hljóminn frá ísbílnum í götunni hleyp ég þegar út. Hvað var að Bjarna í frímínútunum, hann var snjóhvítur í framan? Sigurður veist þú hvað var að? Hrund sendi gjöfina til Áslaugar. Þetta var auðveld ákvörðun því þegar símtalið kom þurfti ég ekki einu sinni að hugsa mig um. Skemmtiferðaskipið sigldi að landi og við stóðum rétt hjá höfninni og horfðum á fólkið streyma að. Ég kem með snakk og Stína verður búin að poppa áður en leikurinn byrjar. Ætlar þú með að horfa á leikinn? Pétur hefur búið í Hafnarfirði síðan hann fæddist. Klæddu þig í við erum að verða of sein. Passaðu þig að keyra ekki á, þú verður að hægja á þér áður en þú keyrir í alvöru á eitthvað eða einhvern. atviksorð forsetningar samtengingarnar Finndu atviksorð í rammanum til hægri sem hefur andstæða merkingu við atviksorðin vinstra megin. ætíð ________________________________________________ hérna _______________________________________________ upp _________________________________________________ úti __________________________________________________ vel __________________________________________________ oft __________________________________________________ hratt ________________________________________________ aftar ________________________________________________ seinna ______________________________________________ nærri _______________________________________________ hægt fyrr aldrei fjær inni þarna framar niður sjaldan illa

| Málið í mark – Óbeygjanleg orð | 22 | ATVIKSORÐ Atviksorð eða lýsingarorð Þegar vafi leikur á hvort orð teljist atviksorð eða lýsingarorð er einfaldast að breyta um tölu (setja eintölu í fleirtölu og öfugt). Ef vafaorðið breytist þá er það lýsingarorð en ef það helst óbreytt þá er það atviksorð. Dæmi: Bíllinn ekur hratt. Vafaorðið er hratt. Við setjum í fleirtölu: Bílarnir aka hratt. Orðið breytist ekki og þá er hratt atviksorð. Annað dæmi: Jóna var alltaf í Nauthólsvík síðasta sumar. Vafaorðið er síðasta. Við setjum í fleirtölu: Jóna var alltaf í Nauthólsvík síðustu sumur. Orðið breytist og þá er það lýsingarorð. Eins getum við þekkt atviksorðin á því að þau lýsa sagnorðunum (því sem gert er) en lýsingarorð lýsa fallorðum. Orð sem enda á -lega: Ef nafnorð kemur beint á eftir orði sem endar á -lega er það lýsingarorð, dæmi: Konan syngur fallega sálminn. Ef annar orðflokkur en nafnorð eða greinarmerki koma á eftir orðinu sem endar á -lega er það atviksorð, dæmi: Konan syngur fallega. Feitletruðu orðin eru annaðhvort atviksorð eða lýsingarorð. Finndu út hvorum orðflokkinum þau tilheyra og skrifaðu hann á línuna aftan við hvert orð. Finnur syngur þjóðsönginn hátt _____ og snjallt _____ þegar íslenska _____ landsliðið gengur inn á völlinn. Áhangendur hugsa fallega _____ til leikmanna sinna liða og vona að þeim eigi eftir að ganga ótrúlega _____ vel _____. Knár _____ dómari flautar leikinn á og Íslendingar hefja fyrstu sóknina og komast strax yfir með lúmskri _____ þriggja stiga körfu. Fyrsti leikhluti er mjög _____ jafn _____ og leiðir Ísland með tveimur mikilvægum _____ stigum. Annar leikhlutinn byrjar hressilega _____ hjá andstæðingunum en íslensku _____ leikmennirnir eru ískaldir _____ og það fer ekkert niður. Leikmenn ganga hnípnir _____ af velli inn í búningaklefann í hálfleik. Finnur vonar að þjálfarinn haldi einhverja svakalega _____ ræðu yfir þeim og að leikmenn komi dýrvitlausir _____ inn á völlinn í seinni hálfleik. Honum virðist verða að ósk sinni því þeir sem léku sæmilega _____ í fyrri hálfleik stíga upp og spila stórkostlegan _____ bolta. Í þriðja leikhluta var Ísland komið yfir og afar _____ góður _____ andi í stúkunni. Erlendi _____ leikstjórnandinn flýgur út af með fimmtu villuna og hvert vítaskotið á fætur öðru sem Ísland fær breytir stöðunni snögglega _____. Hið duglega _____ lið Íslands klárar leikinn af miklum _____ krafti og fagnar ógurlega _____.

| Málið í mark – Óbeygjanleg orð | 23 | ATVIKSORÐ Veldu atviksorð úr rammanum og settu þau á réttan stað þannig að textinn gangi upp. bráðum – illa – mjög – afar – heiman – þannig – hvenær – hvernig Mig langar _____________ mikið að fara á tónleikana. ____________ ætli myndin verði frumsýnd í bíó? Það var einmitt ____________ sem ég fékk hjólið. ____________ koma blessuð jólin. ____________ komstu í skólann í morgun, varstu keyrður eða gekkst þú? Þessi jakki er ____________ fallegur. Jóna og Mundi skrifa svo ____________ að ég skil ekkert hvað stendur þarna. Ég vona að stóra systir mín fari bráðum að flytja að ___________. Notaðu orðið í sviganum og breyttu því í orð sem endar á -lega þannig að setningin gangi upp. Finndu svo út hvort orðin sem þú settir í eyðurnar eru atviksorð eða lýsingarorð og skrifaðu það á línurnar aftan við setningarnar. (hljóður) Unglingarnir gengu ________________ um gangana á meðan prófin voru. __________ (hress) Við töluðum við nokkra ________________ unglinga þegar við stoppuðum í Vík. __________ (ósköp) Fríða frænka er ________________ fyndin kona. __________ (einstakur) Þú hlærð svo ________________ skemmtilega. __________ (fagur) Salurinn var ________________ skreyttur. __________ (þreyttur) Töframaðurinn dró ________________ dúfu upp úr pípuhattinum. __________ (sterkur) Við fengum ________________ konu til að ýta bílnum í gang. __________ (mjúkur) Afi strauk mér ________________ um vangann þegar ég kvaddi hann. __________

| Málið í mark – Óbeygjanleg orð | 24 | ATVIKSORÐ (frekur) Ekki spyrja svona ________________ hvort þú megir fara. __________ (nýr) Ég fékk mjög ________________ bók á skiptibókamarkaðinum, hún er mjög lítið notuð. __________ (form) Við hættum við að hafa ________________ ræðu og sungum bara afmælissönginn. __________ (hátíð) Brúðhjónin gengu ________________ saman upp að altarinu. __________ Strikaðu undir atviksorðin í textanum. Þau eru 18 samtals. Getur þú skutlað mér heim? Ég á að koma strax því mamma og pabbi eru að fara upp á fæðingardeild. Ég á einn sex ára bróður en núna eigum við von á systur, hún verður komin í heiminn seinna í dag. Svakalega hlakka ég til. Ekki hélt ég að mamma og pabbi færu að koma með annað barn, enda hafa þau svo oft talað um að við yrðum alltaf fjögurra manna fjölskylda. Hvenær skyldi bróðir minn koma heim? Ég verð að vera á undan honum vegna þess að hann er ekki vanur að vera einn heima. Ég er mjög spenntur fyrir deginum og veit að hann verður líka ofurspenntur þegar ég segi honum frá þessu. Útskýrðu með þínum eigin orðum hver munurinn er á orðinu til í eftirfarandi setningum: Ég hlakka til jólanna. Ég hlakka til. ___________________________________________________________________________ ___________________________________________________________________________ ___________________________________________________________________________ ___________________________________________________________________________ ___________________________________________________________________________ ___________________________________________________________________________

| Málið í mark – Óbeygjanleg orð | 25 | ATVIKSORÐ Skrifaðu atviksorð í eyðurnar til að setningarnar gangi upp. Notaðu hugmyndaflugið og reyndu að nota hvert atviksorð bara einu sinni. Skíðaferðin gekk _______________. Flestir í árganginum komust og kennararnir sem fóru með voru __________________ skemmtilegir. Fyrsta kvöldið var rafmagnslaust og það var __________________ dimmt. Sumir urðu ___________________ stressaðir og örfáir vildu fara __________________ ____________________. Skálinn var ___________________ gamall og ____________________ á þaki var loftnet sem slóst við þakið í vindi. ___________________ í hitaklefa var ____________________ vond lykt, einhvers konar sambland af blautri ull og táfýlu. Fyrsta daginn snjóaði __________________ mikið og við fórum öll __________________. ___________________ lengi við vorum í brekkunni er erfitt að segja, tíminn leið svo ________________ _______________. Dagarnir flugu og áður en við vissum af var tími kominn til að pakka. Brettið mitt var _________________ en fötin héngu öll ________________ í hitaklefa. Það voru allir ___________________ ánægðir með ferðina og engan langaði __________________.

| Málið í mark – Óbeygjanleg orð | 26 | ATVIKSORÐ Staðaratviksorð Staðaratviksorðin breyta um mynd eftir því hvort um hreyfingu til og frá stað er að ræða eða viðveru á staðnum. Skrifaðu inn rétta orðmynd af orðinu í sviganum. (heim) Verður þú __________ klukkan átta? Hvenær ferð þú __________ til þín eftir skóla? Hvenær ætlar þú að flytja að __________? (fram) Bíllinn var að koma __________ úr Öxnadal þegar áreksturinn varð. Þú getur líka tekið prófið __________. Farðu __________ og finndu töskuna þína. (út) Nennir þú að koma aðeins __________, það er svo gott verður __________ að mér finnst synd að vera inni. Landsliðshópurinn heldur __________ á morgun. (inn) Það er ömurlegt að þurfa að læra __________ þegar sól er og hiti úti. Leitarflokkurinn kom __________ úr óbyggðum eftir sex vikna dvöl. Ef það verður of kalt þá förum við bara __________. (upp) Allt sem fer __________ kemur niður um síðir. Það er bannað að vera __________ á þaki í sólbaði. (niður) Sestu __________ og njóttu þess að hvíla þig. Pabbi þinn er __________ í kjallara eitthvað að bardúsa.

| Málið í mark – Óbeygjanleg orð | 27 | ATVIKSORÐ Stigbreyting atviksorða Atviksorð eiga það til að stigbreytast, til er bæði regluleg og óregluleg stigbreyting. Dæmi um reglulega stigbreytingu: oft – oftar – oftast. Dæmi um óreglulega stigbreytingu: hátt – hærra – hæst Skrifaðu atviksorðin, sem gefin eru upp í sviganum, í réttri mynd inn í málsgreinarnar. Fyrst kemur frumstig, síðan miðstig og loks efsta stig. (vel) Mér gekk mjög __________ á prófinu, Ívari gekk __________ en Hákon heldur að sér hafi gengið __________. (aftur) Jörundur vill sitja __________ fyrir miðju, Kári vill sitja enn __________ og Hildur er hrifnust að sætunum __________ í salnum. (oft) Arnheiður fær sér __________ fisk um helgar en __________ kjúkling. Það verður þó að segjast að hún borðar __________ bara það sem sett er á borðið. (lengi) Ísak var __________ í kafi, Heiðrún var samt __________ en það var Karítas sem gat haldið __________ niðri í sér andanum. (illa) Mér líkar __________ við að ryksuga heima, ég kann enn __________ við að vaska upp og allra __________ líkar mér að brjóta saman þvottinn. (inn) Förum __________ í salinn, það er svo þröngt fremst að við skulum fara __________. Sigurbjörg stendur alveg __________ í salnum. (víða) Sonja hefur farið __________, Gerður hefur farið __________ og Ævar hefur farið __________. (snemma) Tíminn byrjar __________ á föstudaginn, sem þýðir að ég þarf að vakna __________

| Málið í mark – Óbeygjanleg orð | 28 | ATVIKSORÐ en vanalega en __________ þarf ég að ná að sofna fyrir ellefu á fimmtudagskvöldi. (sjaldan) Sigurdór fer __________ í ræktina, enn __________ í sund og __________ út að hlaupa. (norður) Amma á heima __________ á Akureyri, systir hennar býr enn __________ í bænum Dalvík en bróðir hennar býr á Siglufirði, sem er __________. Hvernig getur þú þekkt óbeygjanlegu orðflokkana? Útskýrðu með eigin orðum hvernig þú þekkir óbeygjanlegu orðflokkana og taktu dæmi. nafnháttarmerki upphrópanir atviksorð samtengingar forsetningar

| Málið í mark – Óbeygjanleg orð | 29 | ATVIKSORÐ Greining óbeygjanlegra orða í orðflokka Finndu út hvaða orðflokki feitletruðu orðin tilheyra og skrifaðu hann aftan við orðin. „Nennir þú að ________ fara að ________ glugganum og ________ ná í ________ símaskrána?“ „Vá ________, nei ________ ég nenni því ekki ________ en ________ég get flett upp ________ í ________ símanum mínum ef ________ þú vilt.“ „Frábært, ég þarf að ________ finna númerið hjá ________ Veigari. Hann sagði Guðrúnu að ________ ég ætti að ________ bjalla strax ________ og ________ ég gæti.“ Finndu út hvaða orðflokki feitletruðu orðin tilheyra og skrifaðu hann aftan við orðin. Það er mjög ________ mikilvægt að ________ lesa sér til ________ skemmtunar. Ekki ________ bara ________ vegna þess að ________ lestur er undirstaða alls náms heldur ________ líka ________ af því að ________ lestur eykur víðsýni, málvitund og ________ þekkingu. Lestur er líkamsrækt fyrir ________ hugann og ________ æfingin skapar meistarann. Úrval bóka er mjög ________ gott og ég trúi því svei ________ mér þá ________ ekki að ________ þú getir ekki ________ fundið eitthvað við ________ þitt hæfi. Hvernig ________ bækur höfða til ________ þín? Kannski ________ getur kvikmyndasmekkur þinn hjálpað þér að ________ finna út ________ hvaða bækur henta. Mundu að ________ margar bækur á ________ markaðnum eru hugsaðar sérstaklega fyrir ________ unglinga og ________ falla margar ævintýrabækur í ________ þann flokk. En ________ þú ert jafnvel ________ meira spennt(ur) fyrir ________ sjálfsævisögum, til ________ dæmis leikara, íþróttamanna eða ________ tónlistarmanna. Það getur verið gaman að ________ vita hvernig ________ stjörnurnar komust á ________ toppinn. Sumar bækur eru byggðar á ________ sannsögulegum atburðum, eins og ________ þýddar bækur um ________ barnungar stúlkur sem giftar eru eldri mönnum og ________ baráttu þeirra aftur ________ til ________ frelsis eða ________ bækurnar um ________ útköllin til ________ björgunarsveitanna. Úr ________ nógu er að ________ velja. Hversu ________ margar bækur eru núna ________ á ________ þínu náttborði?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=