Maður og náttúra
97 4.3 Ríkjandi gen eru oft táknuð með stórum bókstaf, víkjandi gen með litlum. F = gen fyrir freknum (ríkjandi) f = gen fyrir engum freknum (víkjandi) Í litningapari er einn litningur frá móður og einn frá föður. Genin eru ávallt í pörum og eitt eintak er frá hvoru foreldri. Lögmál erfðanna Eru freknur í ættinni þinni? Þótt fjölbreytileiki genanna sé óendanlega mikill er það augljós staðreynd að sumir eiginleikar eru áberandi í tilteknum ættum, og þá er stundum talað um ættarsvip eða ættareinkenni. Freknur eru dæmi um þetta. En til- teknir eiginleikar geta komið fram þótt hvorugt foreldrið sýni þá. Brúneygðir foreldrar geta til dæmis átt bláeygt barn. Skýringin liggur í því hvernig litningar foreldranna rað- ast saman við frjóvgunina. Við tiltekna samsetningu geta arf- bundnir eiginleikar, sem hafa ekki verið sýnilegir, komið fram hjá börnunum. Lögmál erfðanna eru augljósust þegar hver eigin- leiki ræðst bara af einu geni . Ríkjandi og víkjandi gen Við frjóvgun mynda litningarnir pör og í hverju pari er einn litningur frá föðurnum og annar frá móðurinni. Það merkir að genin eru líka í pörum og hvert par kallast genasamsæta . En hvort genanna í genasam- sætunni ræður því hvort eiginleikinn kemur fram? Sum gen virðast alltaf ráða því að eiginleikinn kemur fram, jafnvel þótt það hafi bara erfst frá öðru foreldrinu. Þessi gen eru sögð ríkjandi . Freknur stafa til dæmis af ríkjandi geni. Aðrir eiginleikar eða einkenni koma því aðeins fram að genið erfist frá báðum foreldrum. Þau eru sögð víkjandi . Margir arfgengir sjúkdómar ráðast af víkjandi genum. Stundum eru bæði genin í genasamsætunni ámóta sterk og þegar svo háttar til getur barn fengið blöndu eiginleika frá báðum foreldrum. Freknur eru dæmi um eiginleika sem gengur í ættir. F f
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=