Maður og náttúra

93 Upphaflegt DNA Nýtt afrit Nýtt afrit 4.2 DNA-sameindin eftirmyndar sjálfa sig þannig að einn DNA-gormur verður að tveimur. Þar eð niturbasarnir tengjast alltaf eins verða nýju DNA-sameindirnar nákvæmlega eins og fyrirmyndin. Jafnskipting hjá frumu með tveimur litningum. Útkoman verður tvær nákvæmlega eins frumur. Fruman herpist saman í miðju. Frumuskiptingin er því sem næst yfirstaðin. Frá kynslóð til kynslóðar Erfðaupplýsingarnar berast áfram Flestar frumur líkamans geta skipt sér. Þannig er hægt að skipta út dauðum frumum fyrir nýjar. Þegar frumurnar skipta sér verður að færa erfðaupp- lýsingarnar í DNA-sameindunum yfir í nýju frumurnar. Þetta er gerlegt vegna þess að DNA-sameindin getur búið til afrit af sjálfri sér. Þannig berast erfðaupplýsingarnar frá foreldrum til afkvæma. Eftirmyndun er undanfari frumuskiptingar Þegar fruma skiptir sér býr hún fyrst til afrit af DNA-sameindum sínum. DNA-gormurinn raknar upp þannig að hvort langbandið um sig verður mót fyrir nýtt langband. Af langböndunum tveimur myndast tvær nýjar DNA- sameindir. Þær verða nákvæm afrit af upphaflegu DNA-sameindinni vegna þess að A tengist alltaf T og C tengist alltaf G, og öfugt. Þessar nýju DNA-sameindir eru síðan undnar upp í litningunum. Þegar frumuskiptingin hefst eru tvö eintök af hverjum litningi og í frumuskiptingunni skiljast eintökin að og fara hvort út í sinn enda á frumunni. Fruman dregst svo saman í miðjunni og frumuhelmingarnir tveir skiljast hvor frá öðrum. Útkoman verður tvær frumur sem eru með nákvæmlega sömu erfðaupplýsingar og upphaflega fruman sem skipti sér. Þetta kallast jafnskipting eða mítósa .

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=