Maður og náttúra

92 ERFÐIR OG ERFÐAEFNI Frumur kveikja og slökkva á genunum Gen eru ekki alltaf virk alla ævi hverrar lífveru. Sum eru ræst þegar þörf er á en eru annars í hvíld. Það getur ráðist af ýmiss konar boð- efnum frá öðrum frumum líkamans hvort þau eru virk eða ekki. Sem dæmi má nefna að þegar kynþroskaaldri er náð taka kynhormónin að myndast. Þau virkja meðal annars húðfrumurnar við kynfærin þannig að þær framleiða prótín sem mynda hár þar. Í öðrum tilvikum geta það verið merki frá umhverfinu sem „kveikja á“ genum. Dæmi um það er að húðfrumurnar auka framleiðslu á dökku litarefni þegar sólin skín á húðina. Við verðum brún og útitekin. Samspil erfða og umhverfis Samspilið milli DNA-sameindanna og umhverfisins veldur því að oft reynist erfitt að átta sig á því hvaða eiginleikar ráðast af erfðum og hverjir eru vegna áhrifa frá umhverfinu. Margir eiginleikar ráðast þó fremur af samspili milli erfða og umhverfis. Dæmi um þetta er líkamshæð fólks. Hún ræðst meðal annars af virkni vaxtarhormónsins en það skiptir líka miklu máli hversu mikla og góða næringu við fáum í æsku. Kynslóðir nútímans eru hávaxnari en þær sem eldri eru og það stafar örugglega af því að fólk fær hollari og næringarríkari fæðu en áður. Umhverfið hefur breyst en genin eru hin sömu. 1 Hvar eru genin? 2 Hvað heitir efnasambandið sem ber í sér erfðaupplýsingarnar? 3 Hvað framleiða frumurnar með hjálp upplýsinga frá DNA-sameindunum? 4 Hvað er litningur? 5 Hvað er gen? 6 Hvað ákvarðar hvers konar prótín eru smíðuð? 7 Teiknaðu hluta af DNA-sameind og útskýrðu hvernig upplýsingarnar eru geymdar. 8 Lýstu því hvernig prótín myndast í frumunum – allt frá DNA-sameindinni í frumukjarnanum og þar til fullmyndað prótín hefur orðið til. 9 Nefndu dæmi um það að umhverfið getur haft áhrif á DNA-sameind í frumum líkamans. Lögun og starfsemi prótínsameindar ræðst af röð amínósýranna í henni. Stundum skemmist DNA-sameind þannig að einn bókstafur hverfur og annar kemur í staðinn. Sú breyting hefur yfirleitt alltaf minni áhrif en þegar einn bókstafur bætist við eða einn bókstafur dettur út. Hvers vegna heldur þú að viðbót eða brottfall eins bókstafs hafi meiri áhrif en þegar einn bókstafur kemur í stað annars í DNA-sameindinni? Það er jafn eðlilegt að vera lágvaxinn eins og að vera hávaxinn. Mörg og ólík gen stjórna líkamshæðinni, en hún ræðst þó líka af því sem við borðum. SJÁLFSPRÓF ÚR 4.1

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=