Maður og náttúra
90 ERFÐIR OG ERFÐAEFNI Fjögurra bókstafa stafróf Líkja má DNA-sameindinni við kaðalstiga sem hefur verið undinn upp í gorm. Þrepin í stiganum eru úr fjórum „bókstöfum“, það er að segja A, C, G og T. Bókstafirnir standa fyrir heiti niturbasa sem eru bygg- ingareiningar í DNA-sameindinni og mynda þverböndin eins og áður sagði. Þessir basar tengjast ávallt saman tveir og tveir og alltaf A á móti T og C á móti G. Bókstafirnir fjórir mynda stafróf erfðanna. Röð þeirra í þrepum DNA-stigans myndar stutt „orð“. Þegar farið er eftir stiganum er unnt að lesa úr orðunum og fá þannig fram upplýsingar um einn eiginleika. Eitt gen ber í sér upplýsingar sem stýra einum eiginleika lífverunnar. Þrír metrar af DNA í hverri frumu Um það bil þrír milljarðar para bókstafa eru í DNA-sameindunum í hverri frumu mannslíkamans. Ef við vildum skrifa allar upplýsingarnar niður á blað sem orð þyrftum við um 100 metra langa hillu undir allar bækurnar sem yrðu þá til. DNA-sameindirnar eru undnar saman í frumukjarnanum. Ef við tækjum allar DNA-sameindirnar úr einum frumukjarna og tengdum þær saman í eina keðju yrði keðjan um þrír metrar á lengd. DNA-sameindin er tvöfaldur gormur úr tveimur langböndum sem eru tengd saman með þverböndum. Þverböndin eru úr fjórum mismunandi niturbösum, A (adenín), C (sýtósín), G (gúanín) og T (týmín). Þessir fjórir basar eru stafróf erfðanna. Með sérstökum tækjabúnaði og háþróaðri tækni hefur vísindamönnum tekist að lesa erfðaupplýsingarnar bókstaf fyrir bókstaf. Á myndinni hér fyrir ofan sjást raðir þessara fjögurra bókstafa.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=