Maður og náttúra
7 LJÓSTILLÍFUN OG BRUNI Plöntur taka koltvíoxíð úr andrúmsloftinu inn um loftaugu sín og um leið láta þær frá sér súrefni. Loftauga Varafruma Súrefnisfrumeind Kolefnisfrumeind Vetnisfrumeind Koltvíoxíð Vatn Vatn Súrefni Koltvíoxíð Grænukorn með blaðgrænu Í ljóstillífun er frumeindunum í koltvíoxíði og vatni raðað saman upp á nýtt. Þá myndast glúkósi og súrefni. Orka sólargeislanna, sem er beisluð í ferlinu, geymist í glúkósanum. Blaðgrænan beislar orku sólar Ljóstillífunin fer fram í smáum frumulíffærum í frumum plantna, svo kölluðum grænukornum. Í grænukornunum er græna litarefnið blað græna sem getur beislað orku sólargeisla. Þegar við tölum um plöntur dettur okkur fyrst í hug blómjurtir, runnar og tré í umhverfi okkar. En ljóstillífunin á sér líka stað í vatni í þörungum og blábakteríum . Þessar lífverur hafa líka blaðgrænu. Koltvíoxíð og súrefni gegnum loftaugu Ljóstillífun getur ekki átt sér stað nema koltvíoxíð komist inn í plöntufrumurnar úr andrúmsloftinu. Á laufblöðum plantna eru lítil op sem heita loftaugu . Á einu laufblaði geta verið milljónir loftaugna. Súrefnið, sem myndast við ljóstillífunina, fer úr laufblöðunum út um loftaugun. Plantan getur líka losað sig við vatn um loft augun. Tvær frumur, er kallast varafrumur, stjórna stærð loftaugans og um leið stjórna þær því hversu mikið vatn getur gufað út gegnum það. Á svölum dögum eru loftaugun galopin, en á hlýjum dögum lokast þau til þess að halda í vatnið. Glúkósi Plöntufruma
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=