Maður og náttúra

Erfðir og erfðaefni 4 4.1 Lykill erfðanna 4.2 Frá kynslóð til kynslóðar 4.3 Lögmál erfðanna 4.4 Erfðagallar 4.5 Erfðatækni Í BRENNIDEPL I: Klónun og stofnfrumur 4.6 Erfðafræði og matvæli Nýfrjóvguð eggfruma býr yfir öllum upplýsingum sem hún þarf á að halda til þess að verða að fullsköpuðummanni. Hver er þessi nýi maður? Upplýsingarnar í frumum litla fósturvísisins geta gefið okkur svarið við því. Þar finnast skýringar á því að barn líkist foreldrum sínum; þar er grunnurinn að erfðunum. Þekking manna á erfðum eykst ótrúlega hratt. Erfðatækni gerir mönnum kleift að hafa áhrif á erfðir. Þekkingu fylgir vald og valdinu fylgir ábyrgð. Hvernig komum við til með að notfæra okkur þekkingu okkar á erfðum? 1 Nefndu dæmi um einkenni eða eiginleika sem þú hefur erft frá móður þinni eða föður. Býrð þú yfir einhverjum eiginleikum sem þú heldur að séu ekki komnir frá foreldrum þínum? 2 Hvers vegna eru börn lík foreldrum sínum en ekki endilega eftirmynd þeirra? 3 Hvað vilt þú vita um genin sem þú hefur og um framtíð þína? 4 Hvað heldur þú að erfðabreytt matvæli séu? • hvers vegna barn líkist foreldrum sínum en er þó ekki lifandi eftirmynd þeirra • hvernig frumurnar vita hvaða prótín þær eiga að smíða • hvers vegna sumir sjúkdómar leggjast á marga í sömu ætt • hvernig þekking á erfðum getur hjálpað mönnum að uppgötva ný lyf og ný matvæli • hvers vegna líffræðileg fjölbreytni er mikilvæg auðlind 87 Stafróf lífsins Frjóvgað egg konu tekur að skipta sér um leið og erfðaefni foreldranna hefur sameinast við frjóvgunina. Ein fruma verður að tveimur, sem verða að fjórum sem verða að átta frumum… Í ÞESSUM KAFLA LÆRIR ÞÚ EFNI KAFLANS

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=