Maður og náttúra

85 UMHVERFI OKKAR SAMANTEKT Súrt regn getur skaðað tré. Ofauðgun í sjó. Umhverfiseitur eykst. Jörðin okkar allra. 3.4 Umhverfisvænni tækni. Loftmengun • Brennisteinstvíoxíð og nituroxíð frá verksmiðjum og bílum eru sýrandi efni. Þau geta borist langar leiðir í andrúmsloftinu. Þau breytast í sýrur sem falla síðan með regninu og sýra jarðveg og vatn. • Í súrum stöðuvötnum drepast margar tegundir lífvera. Vatnið verður tærara þegar allt plöntusvifið drepst. Vinna má gegn súrnun stöðuvatna með því að dreifa kalki yfir þau. Tré verða líka fyrir skaða af súru regni. • Óson við jörðu myndast þegar sólargeislar falla á nituroxíð og vetniskolefni. Óson­ myndunin er mest á sumrin og stafar einkum af mikilli losun þessara efna frá bílum. • Ósonið skemmir laufblöð plantna og getur líka skaðað öndunarfæri manna og dýra. • Við þurfum að draga úr loftmengun, til dæmis með því að finna upp betri tækni til að minnka losun mengandi efna, nota hreinna eldsneyti og bæta hreinsibúnað bíla. Ofauðgun vatns og lands • Nitur og fosfór eru náttúruleg næringarefni. Ef þau eru í of miklum mæli í náttúrunni valda þau ofauðgun. • Í ofauðguðu stöðuvatni verður allt of mikill gróður, bæði þörunga og háplantna. Við botn vatnsins verður súrefnisskortur og margar lífverur þar drepast. Ofauðgun er sjaldgæf í fersku vatni á Íslandi, en hennar hefur þó orðið vart. • Ofauðgun stafar einkum af næringarefnum sem berast í stöðuvötn og sjó frá landbúnaði, með skólpi og umferð bíla. Umhverfiseitur og úrgangur • Umhverfiseitur eru þrávirk eiturefni og brotna mjög hægt niður. Ef rándýr étur mörg dýr sem hafa umhverfiseitur í líkamanum eykst styrkur eitursins í rándýrinu. Þau dýr, sem eru efst í fæðukeðjunni, verða verst úti vegna þessara eiturefna. • Klóruð vetniskolefnissambönd, þungmálmar og geislavirkur úrgangur frá kjarnorkuverum eru hættuleg umhverfiseiturefni. • Hver fjölskylda kastar um það bil einu tonni af sorpi á ári. Ef við flokkum sorpið og endurvinnum og endurnýtum efni í sorpinu minnkar álagið á umhverfið. Lausnir í sjónmáli • Umhverfisvandinn verður bara leystur með því að leysa jafnframt vandann sem stafar af fátækt og misrétti manna. Þess vegna er stundum talað um vistfræðilegt, hagfræðilegt og félagslegt réttlæti. • Sameinuðu þjóðirnar hafa lagt fram áætlun um sjálfbærni fyrir alla. Hugtakið sjálfbærni merkir að nýta skuli allar auðlindir jarðar þannig að komandi kynslóðir hafi sama gagn af þeim og við höfum nú. • Ný og betri tækni og nýir og hófsamari lifnaðarhættir eiga að geta skapað öllum íbúum jarðar gott líf, án þess að þeir skaði umhverfi sitt og náttúruna. 3.5 3.6 3.7

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=