Maður og náttúra
84 UMHVERFI OKKAR SAMANTEKT Neysla okkar eykst stöðugt. Jarðefnaeldsneyti er helsti orkugjafinn. Gróðurhúsaáhrifin hita jörðina. Breytingar á veðurfari. Gatið á ósonlaginu. Vistkerfi mannsins • Allar vörur, sem við notum, hafa einhver áhrif á umhverfið. Það á jafnt við um þegar þær eru framleiddar, fluttar, notaðar og þegar þær eru komnar í ruslið. • Í auðugustu löndum heims býr fimmti hluti mannkyns. Þessi hluti manna ber ábyrgð á 80% af allri neyslunni og notar einnig 80% af auðlindum jarðar. • Mestur hluti orkunnar, sem við notum, fæst með því að brenna jarðefnaeldsneyti, einkum olíu, kolum og gasi. Þetta veldur miklum umhverfisvanda og brýnt er að finna aðra orkugjafa í stað þessara. • Kjarnorka veldur í reynd engri mengandi losun, svo lengi sem allt er í lagi í kjarnorkuverunum. Ef óhapp verður geta afleiðingarnar hins vegar orðið hörmulegar. • Lífeldsneyti, til dæmis viður og lífdísilolía, eru endurnýjanlegir orkugjafar. Þeir stuðla miklu síður að gróðurhúsaáhrifum en jarðefnaeldsneyti. • Vatns- og vindorka, sólarorka og jarðvarmi eru einnig endurnýjanlegir orkugjafar. Gróðurhúsaáhrifin valda hlýnun jarðar • Sumar lofttegundir í lofthjúpi jarðar, til dæmis koltvíoxíð, draga úr varmatapi jarðarinnar út í geiminn. Þær valda svokölluðum gróðurhúsaáhrifum. • Ef gróðurhúsaáhrifanna nyti ekki við væri um 35 gráðum kaldara á jörðinni en nú er. • Þegar við brennum jarðefnaeldsneyti, það er kolum, olíu eða jarðgasi, eykst styrkur koltvíoxíðs í andrúmsloftinu og þá verða gróðurhúsaáhrifin meiri. • Þegar styrkur koltvíoxíðs eykst í andrúmsloftinu helst jörðinni betur á varmanum. Þetta getur valdið loftslagsbreytingum, meðal annars meiri öfgum í veðurfari, og því að sjávarborðið hækkar og sjórinn súrnar. • Nauðsynlegt er að minnka notkun jarðefnaeldsneytis. Í staðinn þarf að finna aðra og vistvænni orkugjafa og draga líka úr orkunotkun mannkynsins. Ósonlagið • Hátt í lofthjúpnum er örþunnt lag úr lofttegundinni ósoni. Óson gleypir meginhluta skaðlegra, útfjólublárra geisla frá sólinni. Án ósonlagsins væri jörðin líklega algerlega líflaus. • Ýmis efni, sem menn framleiða, fyrst og fremst klórflúorkolefnissambönd (freon), stíga hægt upp í efri lög lofthjúpsins og eyða ósonlaginu. Þá verður útfjólublá geislun meiri og hún getur orðið hættuleg öllum lífverum. • Klórflúorkolefnissambönd eru meðal annars notuð sem kæliefni í kæliskápum. Þessi efni brotna hægt niður og haldast lengi í andrúmsloftinu. Þótt öll losun þessara efna stöðvaðist nú hefðu þau skaðleg áhrif á ósonlagið nokkra áratugi í viðbót. 3.1 3.2 3.3
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=