Maður og náttúra

83 UMHVERFI OKKAR Hvernig lífi viljum við lifa? Ef til vill getum við ekki leyst öll umhverfisvandamál með því einu að finna upp umhverfisvænni tækni. Við neyðumst kannski til þess að íhuga hvernig við lifum og hvaða kröfur við gerum. Framandi ávextir geta verið bæði góðir og gagnlegir, en er það verjandi að flytja þá flug- leiðis allt árið um kring hvaðanæva að úr heiminum? Einkabílar eru bæði nytsamlegir og þægilegir en er það réttlætanlegt að við getum farið hvert sem við viljum og hvenær sem við viljum? Við þessum vangaveltum er ekkert eitt „rétt svar“. Sá sem vill temja sér „umhverfisvæna lifnaðarhætti“ verður sjálfur að ákveða hvernig hann hagar lífi sínu. Hugsum hnattrænt en grípum til aðgerða heima fyrir Þættir, sem varða umhverfisvandann og sjálfbærni, eru hnattrænir í eðli sínu. En jafnvel hnattræn umhverfisvandamál stafa af staðbundnum atburðum og staðbundinni losun mengandi efna. Ef við öll tökum þátt í að vernda umhverfið þar sem við búum fer það að skipta miklu máli í heildina. Ef við til dæmis minnkum notkun á hráefnum sitjum við uppi með minni úrgang og ef við drögum úr flutningum og orkunotkun náum við að breyta einhverju til batnaðar. Það er gott að byrja á því að hugsa sig vel um og gera sér grein fyrir vandanum. Annað skref gæti verið að leita uppi vistvænar eða siðgæðis- vottaðar (réttlætismerktar) vörur í verslunum. Og þriðja skrefið gæti verið að taka fram reiðhjólið í stað þess að láta skutla sér á æfingu eða annað og að fá foreldrana til þess að gera það sama. 1 Hvað felst í hugtakinu sjálfbærni? 2 Hvað er átt við þegar sagt er að umhverfisvandamálin séu hnattræn? 3 Við hvað er átt þegar Sameinuðu þjóðirnar tala um vistfræðilegt, efnahagslegt og félagslegt réttlæti? 4 Hvernig getur þú tamið þér vistvænni lifnaðarhætti en hingað til? 5 Hvers vegna skipta aðstæður á hverjum stað svo miklu máli þegar finna skal sjálfbærar lausnir á vandamáli? 6 Sjálfbærni snertir mörg atriði önnur en umhverfisvandamál. Útskýrðu þessa staðhæfingu. 7 Hvernig getur þú dregið úr notkun vara, flutningum og orkunotkun í daglegu lífi þínu? Kynntu þér með hvaða hætti Gro Harlem Brundtland setti mark sitt á umfjöllun um umhverfismál í heiminum, meðal annars á notkun hugtaksins sjálfbærni. Hugsum hnattrænt og göngum vel um umhverfi okkar. SJÁLFSPRÓF ÚR 3.7

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=