Maður og náttúra

82 UMHVERFI OKKAR Tré geta gefið ber og aðra ávexti en þau veita líka skugga fyrir aðrar nytjaplöntur og viðinn má nota til smíða eða sem eldsneyti. Þá er einnig minni hætta á að land breytist í eyðimörk þar sem tré vaxa. Umferðarljós með díóðum nota 90% minni orku en eldri ljósgjafar. Ljósin gegna hlutverki sínu jafn vel þrátt fyrir það. Tækni eða lífsstíll? Lengi töldu menn að lausnin á umhverfisvandanum væri ein- faldlega sú að finna réttu tæknina til þess að ráða bót á vandan- um. Hreinsistöðvar og síur áttu að koma í veg fyrir að eiturefni bærust út í náttúruna. Það er þó miklu vænlegra til árangurs að þróa tækni sem er án mengunar og nú standa víða um heim yfir umfangsmiklar rannsóknir með það í huga að finna „hreinni tækni“. Margt er líka unnið með því að nýta betur þær auðlindir sem við eigum. Umferðarljós með díóðuperum í stað hefð- bundinna glópera er einfalt og skýrt dæmi. Díóðuperurnar gefa að minnsta kosti jafn mikið ljósmagn en nota aðeins tíunda hluta þeirrar orku sem gömlu perurnar nota. Gríðarleg tækifæri Ef við ætlum að byggja upp sjálfbær þjóðfélög verðum við að breyta mörgu. Við verðum að leysa erfiðu umhverfisvandamálin og um leið verðum við að berjast gegn fátækt og efla og styrkja lýðræði og réttlæti í öllum þjóðfélögum. Þetta snýst þó að mörgu leyti um sjálfsagða hluti, þegar grannt er skoðað. Við eigum að nota jörðina, skógana og höfin skynsamlega. Við eigum ekki að losa skaðleg efni út í andrúmsloftið eða út í höf eða vötn. Allir eiga rétt á því að hafa aðgang að hreinu vatni, fá nóg að borða og húsnæði til að búa í. En líka rétt til þess að njóta heilbrigðisþjónustu og menntunar, rétt til þess að afla fjár og hafa áhrif á stjórnmál. Sjálfbærni snýst um ótalmargt fleira en bara umhverfismál – hún snertir alla þætti samfélagsins.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=