Maður og náttúra

81 Lausnir í sjónmáli Frá staðbundnum vanda til alheimsvanda Þegar umræða um umhverfisvandamál hófst var litið á þau sem staðbundinn vanda. Þá snerist umræðan kannski um losun hér og losun þar sem þurfti að „bæta úr“. Hvert land fann sínar eigin lausnir og þær voru yfirleitt til skamms tíma. Þegar fram liðu stundir skildist mönnum sífellt betur að umhverfisvandamálin eru tengd því hvernig við vinnum hráefni og orku úr náttúrunni. Það skiptir líka miklu máli hvernig við rekum verksmiðjur, hvernig við ræktum jörðina og skógana og hvernig við stjórnum veiðum. Nú lítum við á umhverfisvandann sem alheimsvandamál – sem hnattrænan vanda. Sjálfbærni Nú blasir við að umhverfisröskun helst í hendur við fátækt . Þess vegna skipta umhverfisvandamálin líka miklu máli í alþjóðlegu tilliti, rétt eins og atriði á borð við menntun, heilbrigði og öryggi. Sameinuðu þjóðirnar hafa bent á að þjóðir heims þurfi að stefna að sjálfbærni . Hugtakið sjálfbærni merkir að nýta skuli allar auðlindir jarð- ar þannig að komandi kynslóðir hafi sama gagn af þeim og við höfum nú. Þetta felur í sér að við verðum að varðveita og vernda náttúruna og auðlindir hennar. Við verðum líka að koma á heilbrigðu atvinnulífi og traustu lýðræði og réttlæti. Því er stundum talað um vistfræðilegt, hagfræðilegt og félagslegt réttlæti. 3.7 Ef jörðin væri ámóta stór og appelsína væri lífhvolfið – sá hluti reikistjörnunnar þar sem líf þrífst – aðeins nokkrir millimetrar á þykkt. Þegar Jón Arason biskup var hálshöggvinn árið 1550 lifðu alls um 450 milljónir manna á jörðinni. Árið 2011 var mannfjöldinn orðinn sjö milljarðar. Fólki fjölgar mest í fátækustu löndum heims. ár Milljarðar manna 6 5 4 3 2 1 0 1000 1100 1200 1300 1400 1500 1600 1700 1800 1900 2000

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=