Maður og náttúra

80 UMHVERFI OKKAR Við endurvinnumæmeira Mestur hlutinn af því sorpi, sem fellur til hjá okkur, er algerlega hættulaus. Vandinn er hins vegar sá að við blöndum saman alls kyns sorpi og úrgangi – bæði hættulegum og skaðlitlum. Þá verður allur sorphaugurinn að umhverfisvandamáli. Um 90% af sorpinu eru efni sem unnt er að endurvinna og þess vegna verður það æ algengara að fólki er gert skylt að flokka sorpið sem það lætur frá sér. Þess vegna má nota pappír til þess að búa til nýjan pappír og áldósir geta orðið að nýjum dósum. Úr plastúrgangi má framleiða nýja plastpoka og bræða má málmhluti og nota í nýja hluti. Eldhús- og garðaúrgangur getur orðið að mold í safnhaugi eða vinna má úr honum metangas sem getur nýst til þess að knýja bíla. Það eru aðeins um 10% sorpsins sem er erfitt að endurvinna og verða að hafna á urðunarstað eða í sorpbrennsluofni. Um 1% af sorpinu er úrgangur sem er hættulegur umhverfinu og verður að meðhöndla á sérstakan hátt. Þessi hluti kallast spilliefni og til þeirra heyra til dæmis rafgeymar, rafhlöður, málningarleifar og ýmis annar efnaúrgangur. Nýlega voru sett lög hér á landi um ábyrgð framleiðenda og inn- flytjenda á vörum sínum. Það merkir að þeir sem framleiða vöru bera ábyrgð á að taka við henni aftur þegar hún verður orðin að sorpi. Þetta á meðal annars við um hvers kyns rafeindatæki. Með þessu er reynt að auka endurvinnslu sem mest. Það væri þó allra best ef ekki yrði til svo mikið sorp sem raun ber vitni. Ef við færum betur með hlutina okkar og létum gera við þá og notuðum þá svolítið lengur gætum við komið í veg fyrir að sorphaugarnir stækkuðu jafn hratt og þeir gera nú. 1 Nefndu þrjá málma sem eru sérlega hættulegir umhverfinu. 2 Hversu mikið sorp myndast hjá hverri fjögurra manna fjölskyldu á ári hverju? 3 Hversu lengi verður að geyma geislavirkan úrgang? 4 Lýstu því hvernig umhverfiseitur getur safnast fyrir í fæðukeðju. 5 Nefndu dæmi um klóruð vetniskolefnissambönd og þann skaða sem þau geta valdið. 6 Nefndu dæmi um það hvernig við getum endurunnið sorpið frá okkur. 7 Hvað er ábyrgð framleiðenda og hvers vegna er hún bundin í lögum? 8 Áður töldu menn að sorphaugar og sorpbrennsla væru góð aðferð til þess að losna við eiturefni í sorpinu. Hvers vegna er þetta ekki svona einfalt? Nefndu nokkrar leiðir semmætti fara til þess að minnka sorpmagn frá venjulegu heimili. Nú eru fáanlegir í verslunum margir hlutir sem gerðir eru úr endurunnum pappír. Við endurvinnum líka mikinn hluta áldósa sem við notum. SJÁLFSPRÓF ÚR 3.6

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=