Maður og náttúra

79 VÅR MILJÖ Í sumum rafhlöðum eru hættulegir þungmálmar. Þess vegna er mikilvægt að koma öllum notuðum rafhlöðum á sérstaka söfnunarstaði sem eru til dæmis á bensínstöðvum og móttökustöðvum sorps. Árlega er mörg hundruð tonnum af sorpi fargað á Íslandi. Sorp má nýta að nokkru leyti hvort sem það er urðað eða því er brennt. Þungmálmar Málmar geta líka verið eitur í umhverfinu. Þeir málmar, sem kall- ast þungmálmar, eru sérstaklega hættulegir, einkum blý, kadmín og kvikasilfur. Kvikasilfur hefur verið notað í hitamæla, rafeindabúnað og í fyllingar í tennur. Áður var miklu kvikasilfri sleppt út í umhverfið, einkum út í stöðuvötn, í löndum þar sem pappírsiðnaður var mikill. Þar safnaðist kvikasilfrið fyrir á botninum og fiskur varð óhæfur til neyslu. Kvikasilfur skaðar taugakerfið og getur valdið fósturskaða. Blý er einkum notað í rafgeyma, rafmagnskapla og í sum plastefni. Blýi var áður fyrr bætt í bensín, en því hefur nú verið hætt, og aðeins blýlaust bensín er notað á bíla. Blý veldur taugaskaða hjá dýrum. Kadmín losnar út í umhverfið einkum með hleðslurafhlöðum. Ef þeim er fargað með venjulegu sorpi, sem er urðað eða brennt, kemst málmurinn út í umhverfið. Kadmín getur skaðað nýrun, beinin og taugakerfið. Þess vegna er mikilvægt að draga úr notkun kadmíns í raf- hlöðum og gæta þess að þær séu endurunnar. Eitt tonn af sorpi á fjölskyldu á ári Í nútímaþjóðfélögum myndast mikill úrgangur af ýmsu tagi. Hver fjögurra manna fjölskylda lætur frá sér um eitt tonn af úrgangi á ári. Mestur hlutinn fer á urðunarstaði eða til brennslu í sorpbrennslustöðv- um. En það merkir ekki að þar með sé vandinn úr sögunni. Eitrað vatn getur lekið frá urðunarstöðum út í umhverfið. Eiturefni geta borist út í andrúmsloftið með reyk frá stöðvum þar sem sorpi er brennt. Auk þess geta eiturefni orðið eftir í síunum sem hreinsa reyk- inn og í því gjalli sem myndast þegar sorpinu er brennt. Við niðurbrot lífræns úrgangs á urðunarstöðum myndast eldfimt gas sem nefnist metan . Þessi lofttegund veldur gróðurhúsaáhrifum og því er mikilvægt að koma í veg fyrir að hún losni út í andrúmsloftið. Safna má metangasi á urðunarstöðum og nota það sem eldsneyti á bíla og önnur vélknúin tæki. Við brennslu sorps losnar varmi sem nýta má til húshitunar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=