Maður og náttúra

76 UMHVERFI OKKAR Björgum stöðuvötnum og höfum Nú er yfirleitt skylt að hreinsa skólp og því eru öflugar skólphreinsi- stöðvar við flesta þéttbýlisstaði í löndum Evrópu og víðar. Hér á landi hefur mikið verið gert til úrbóta í frárennslismálum á síðustu árum. Auk úrbóta á höfuðborgarsvæðinu, sem fyrr var greint frá, hefur skólp- hreinsistöðvum verið komið upp til dæmis í Hveragerði og á Blönduósi. Í skólp- hreinsistöðvum er megnið af fosfór og nitri fjarlægt úr skólpinu. Þessi mál eru þó alls ekki í nógu góðu lagi víða um lönd, einkum í fátækum löndum. Enn fremur þarf að bæta úr í þessum efnum víðs vegar á Íslandi. Sumar skólphreinsistöðvar eru þannig að skólpið er lát- ið síast gegnum jarðveg og vatnið, sem kemur frá slíkri síu, getur verið hreint og algerlega óskaðlegt. Við gætum að sjálfsögðu líka bætt ástandið með því að nota minna af tilbúnum áburði og nota hann betur. Það bætir líka ástandið ef við drögum úr akstri bíla og ökum hægar til að minnka losun nituroxíða sem verka sem áburður á umhverfið. 1 Hvaða efni valda einkum ofauðgun? 2 Hvaða efni hefur mest áhrif á ofauðgun í sjó? 3 Hvers vegna mátti ekki synda í Nauthólsvík undir lok síðustu aldar? 4 Hvernig má sjá hvort sjór er ofauðgaður? 5 Hvers vegna er mikilvægt að hreinsa skólp? 6 Hvernig getur ofauðgun valdið súrefnisskorti við botn stöðuvatna? 7 Hvernig getur ofauðgun skaðað tré? 8 Af hverju er æskilegt að draga úr bílaumferð og minnka ökuhraðann þar sem ofauðgun er vandamál? Gerðu grein fyrir því á hverju skólphreinsistöð byggist. Ef skólp er hreinsað nægilega vel geta vötn við þéttbýli verið heilnæmir baðstaðir. Þessi mynd er úr Nauthólsvík en þar var búin til ylströnd eftir úrbætur í frárennslismálum. SJÁLFSPRÓF ÚR 3.5

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=