Maður og náttúra
75 Ofauðgun í stöðuvötnum og sjó verður vegna efna sem koma frá landbúnaði, umferð og skólpi. Skólp, landbúnaður og umferð hafa mest áhrif Ofauðgun í stöðuvötnum og sjó stafar meðal annars af skólpinu, eins og áður var nefnt, en hana má líka rekja til landbúnaðar . Í tilbúnum áburði, sem er oft notaður í landbúnaði, er bæði fosfór og nitur. Hluti þessara efna nýtist ekki nytjaplöntunum heldur skolast úr jarðveginum og út í stöðuvötn eða sjó með ám og lækjum. Skólpið inniheldur ekki bara þessi frumefni heldur einnig hættu- legar bakteríur og þess vegna getur sjór mengast illa þar sem skólp er losað í hann. Sjór við strendur Íslands var á síðustu öld víða orðinn varasamur til baða, til dæmis í Nauthólsvík í Reykjavík, vegna hættu- legra baktería. Í lok síðustu aldar var frárennsliskerfi höfuðborgar- svæðisins lagfært og skólpinu veitt lengra á haf út og nú er sjórinn í Nauthólsvík orðinn hreinn á ný og hæfur til baða. Fiskeldi er stundað í sjó á nokkrum stöðum við Ísland og þar er nokkur hætta á ofauðgun vegna efna sem berast út í sjóinn. Líflausir botnar og sködduð tré Í ofauðguðum stöðuvötnum og hafsvæðum verður gróðurinn yfirleitt mjög mikill, bæði svifþörungar og háplöntur, þar sem þær geta vaxið. Mikið af dauðum þörungum og plöntuhlutum fellur til botns og þá eykst fjöldi sundrenda. Rotnunin eykst mjög og það hefur í för með sér að súrefni minnkar og súrefnisskortur getur komið fram við botninn. Í súrefnislausum botnlögunum geta síðan eingöngu lifað bakteríur sem þurfa ekki súrefni og þær framleiða brennisteinsvetni. Þetta efni er illa lyktandi lofttegund og fiskar og önnur dýr færa sig úr botnlögunum og ofar, þar sem súrefni er meira, en flestar lífverur, sem ekki geta flutt sig ofar, drepast. Þetta gerist sjaldan eða ekki við strendur Íslands, vegna mikilla strauma og vinda en þessi vandi kemur helst upp í lok- uðum innhöfum og fjörðum. Skógar og gróið land geta einnig fengið of mikið af nitri með nitur oxíðum sem bílar og verksmiðjur láta frá sér. Trén vaxa þá of hratt, verða veikbyggð og hafa lítinn þrótt gegn ýmiss konar skaðvöldum. UMHVERFI OKKAR
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=