Maður og náttúra
74 3.5 Á þessari mynd má sjá að sjórinn fyrir vestan og sunnan Ísland er grænlitaður af miklu magni svifþörunga – svokölluðum þörungablóma. Ofauðgun vatns og lands Baðstrendur sem ná sér á ný Á tuttugustu öldinni jókst þéttbýli mjög mikið víða um heim. Í borgum og bæjum voru byggð frárennsliskerfi sem leiddu yfirleitt úrgangsvatnið, skólpið , út í næstu á eða stöðuvatn eða út í fjöru. Smám saman fór þetta að hafa áhrif á hreinleika og hollustu vatns- ins sem tók við skólpinu. Of mikil næringarefni bárust í mörg stöðu- vötn og þau fylltust af illgresi og urðu óhæf til baða. Fosfór og nitur valda ofauðgun Ef of mikið af næringarefnum berst út í stöðuvötn eða höf er talað um ofauðgun . Yfirleitt stafar hún af því að of mikið er af fosfór eða nitri í vatninu. Í „heilbrigðum“ stöðuvötnum og höfum verður gróður yfir- leitt ekki óhóflega mikill því að oftast verður skortur á öðru hvoru þess- ara frumefna. Næringarefnin nægja ekki fyrir fleiri lífverur. Ofauðgun er ekki algeng í íslenskum vötnum eða hafsvæðum en þetta er víða mikið vandamál erlendis, einkum í og við mikil landbúnaðarhéruð. Í stöðuvötnum er oftast skortur á fosfór . Ef mikill fosfór er í skólpinu, sem losað er í stöðuvatn, eykst gróðurinn til mikilla muna. Plöntusvif og ýmsar vatnaplöntur vaxa þá gríðarlega hratt og einnig bakteríur. Hið sama getur gerst í sjónum en yfirleitt er það skortur á nitri sem hindrar of mikinn vöxt plöntusvifs og baktería. Svokallaður þörungablómi í sjó stafar því alla jafna af of miklu nitri í sjónum. Oftast er það ein tegund svifþörunga sem fjölgar sér gríðarlega og svo mjög að sjórinn getur litast.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=