Maður og náttúra
73 UMHVERFI OKKAR 1 Hvaða tvö efni ráða mestu um að regnið verður súrt? 2 Hvað er átt við þegar sagt er að mengun virði engin landamæri? 3 Útskýrðu það að óson við jörðu veldur skaða í landbúnaði. 4 Af hverju fækkar fiski í súrum stöðuvötnum? 5 Hvernig myndast óson við jörðu? 6 Hvaða áhrif hefur óson við jörðu á heilbrigði okkar? 7 Settu fram tillögu um það hvernig við getum farið í frí án þess að stuðla að myndun ósons við jörðu. 8 Lýstu því hvernig brennisteinn og nitur valda því að regnið verður súrt. 9 Af hverju hefur losun nituroxíða ekki minnkað jafn mikið og losun brennisteinstvíoxíðs? Útskýrðu af hverju gufa frá jarðvarmavirkjunum getur skaðað umhverfið og lýstu einkennum skaðans. Hvernig getum við dregið úr loftmengun? Evrópuríkin hafa sameinast um að draga úr losun meng- andi efna í andrúmsloftið. Losun brennisteinstvíoxíðs hefur til dæmis minnkað umtalsvert, einkum vegna þess að dregið hefur verið úr magni brennisteins í olíunni sem er brennt. Þá hefur tækninni við að hreinsa útblástur frá orkuverum fleygt mjög fram á síðustu árum. Losun nituroxíða hefur á hinn bóginn ekki minnkað jafn mikið. Það stafar að hluta af því að umferð bíla eykst stöðugt og styrkur nitur oxíða í andrúmsloftinu eykst að sama skapi. Ef við minnkum notkun einkabíla og hjólum á milli staða eða notum strætisvagna drögum við úr losun á mengandi efnum út í andrúmsloftið. Þá verður regnið ekki eins súrt og styrkur ósons við jörðu lækkar. Bílar eru nú yfirleitt sparneytnari og búnir betri hreinsi búnaði í útblásturskerfinu en áður var og losun nituroxíða og vetniskolefna hefur þess vegna minnkað. En ef bílum er ekið hratt losnar frá þeim meira af nituroxíðum og það eykur myndun ósons við jörðu. Því er það góð leið til þess að draga úr styrk ósons við jörðu að aka á hóflegum hraða. Með því að hjóla meira og nota almenningssamgöngur í ríkari mæli getum við stuðlað að því að draga úr loftmengun. SJÁLFSPRÓF ÚR 3.4
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=