Maður og náttúra

72 UMHVERFI OKKAR Náttúran getur náð sér aftur Þótt þjóðir heims hafi samþykkt aðgerðir sem miða að því að draga úr loftmengun er enn langt í land þar til losun mengandi efna verður svo lítil að hún skaði ekki umhverfið. Reyndar hefur talsverður árangur náðst nú þegar á þessu sviði og í Noregi hafa nýlegar mælingar leitt í ljós að brennisteinn í stöðuvötnum hefur minnkað umtalsvert frá því sem var um 1980. Súrnunin er enn yfir skaðleysismörkum en dýra- tegundir, sem voru horfnar úr sumum ám og vötnum, eru þó farnar að sjást aftur í sumum þeirra. Í Skandinavíu og víðar hafa menn reynt að sporna gegn súrnun vatna og skóga með því að dreifa kalki yfir þau og hlutleysa þannig sýruna. Þegar losunin hefur minnkað enn frekar og er komin undir hættumörk ætti náttúran að jafna sig tiltölulega fljótt aftur. Það gerist hins vegar ekki nema þjóðir heims dragi enn frekar úr losun brennisteins- og nitursambanda út í andrúmsloftið. Óson við jörðu verður til í útblæstri Óson er ekki bara í ósonlaginu í heiðhvolfinu heldur er það líka í veðrahvolfinu, sem er næst yfirborði jarðar. Það kallast óson við jörðu . Í útblæstri bíla og annarra vélknúinna tækja er mikið af nituroxíðum og vetniskolefnum . Þegar sólargeislar falla á efnin í útblæstrinum geta orð- ið efnahvörf þar sem súrefni loftsins breytist í óson. Yfirleitt myndast mest óson þegar sólin er hæst á lofti og umferðin er mikil. En það er ekki bara útblástur frá bílum sem er orsök vandans. Útblástur frá garð- sláttuvélum, skellinöðrum, utanborðsmótorum og öðrum bensín- knúnum tækjum á líka þátt í myndun ósonsins. Óson við jörðu er skaðlegt Ósonið, sem er hátt uppi í lofthjúpnum, í heiðhvolf- inu, verndar okkur gegn skaðlegum geislum sólar. En óson, sem er við yfirborð jarðar, er hins vegar skað- legt. Óson við jörðu skaðar blaðgrænu plantna og loftaugu þeirra og skemmir bæði tré og nytjaplöntur þannig að uppskera minnkar. Óson verkar líka ertandi á slímhúð í öndunarfærum manna og dýra. Óson hefur auk þess skaðleg áhrif á sum efni. Gúmmí og plast missa til dæmis hluta af teygjanleika og sveigjanleika sínum og þessi efni endast því skemur vegna áhrifa ósonsins. Ósonið skaðar plöntur og dregur úr uppskeru nytja- plantna, ásamt því að skaða skóga. Lauf- blöðin fölna og við það minnkar ljóstillífunin.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=