Maður og náttúra

71 Gróðurskemmdir og súr stöðuvötn Súrt regn hefur skaðað bæði skóga og stöðuvötn víða um heim á síðustu áratugum. Barrskógar hafa einkum orðið fyrir skaða af súru regni. Undir lok síðustu aldar urðu víða svo miklar skemmdir á trjám að talað var um skógardauða, einkum á meginlandi Norður- Evrópu og í Norður-Ameríku. Súrt regn veldur því að vaxlagið á barrnálunum eyðist og súrt regn hripar niður í jarðveginn og vatnið leysir upp næringarefnin í jarðveginum og þau skolast burt. Rætur trjánna geta þá ekki tekið upp nógu mikið af næringarefn- um. Um tíma var talið að fimmta hvert tré í Evrópu hefði orðið fyrir skemmdum af súru regni. Súrt regn olli einnig miklum skaða á líf- ríki stöðuvatna, einkum í Skandinavíu og í Norður-Ameríku og laxfiskar hurfu úr vötnum á stórum svæðum þar. Súrnun vatna veldur því að plöntusvifið drepst og vatnið verður tærara, en dýrasvifið og önnur dýr, þar á meðal fiskar, drepast vegna fæðuskorts. Jafnvel sundrendurnir á botni stöðu- vatnanna drepast, hrogn fiskanna klekjast ekki og eftir verða bara gamlir fiskar. Skordýr virðast hins vegar þola súrnunina betur en flest önnur smádýr og fuglar, sem lifa á skordýrum, hafa því haldið í horfinu en fuglar, sem éta fisk, eiga erfiðara uppdráttar. Skemmdir á mannvirkjum Súrt regn hefur ekki aðeins áhrif á lífríkið því að það skemmir líka ýmis mannvirki, svo sem myndastyttur, einkum úr marmara, og ýmsar byggingar. Sýran veldur því að mannvirkin veðrast hraðar. Lagnir, kaplar og brýr úr járni ryðga líka hraðar en áður og endurnýjun þeirra er mjög kostnaðarsöm. Brennisteinstvíoxíð frá jarðvarmavirkjunum Hér á landi hafa verið reistar allmargar jarðvarmavirkjanir, einkum á Suðvesturlandi. Frá þeim leggur mikla gufustróka með ýmiss konar efnum og sum þeirra eru skaðleg bæði fyrir plöntur og aðrar lífverur. Talið er að brennisteinstvíoxíð hafi skaðlegustu áhrifin á plönturnar, einkum mosa, og rannsóknir hafa leitt í ljós að talsvert sér á mosa- breiðum í grennd við virkjanir, allt upp í nokkur hundruð metra fjar- lægð frá þeim. Þannig getur súrt regn skemmt barrtré. Gulnaðar barrnálar Varasproti Súrt regn veldur því að styttur veðrast og molna og járn ryðgar hraðar en ella. Lítið barr og fáar greinar næst toppi trésins UMHVERFI OKKAR

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=