Maður og náttúra
70 3.4 Þegar við brennum jarðefnaeldsneyti í bílum, verksmiðjum og orkuverum myndast brennisteinstvíoxíð og nituroxíð. Þessar lofttegundir geta myndað sýrur í andrúmsloftinu sem orsaka súrt regn. Brennisteinstvíoxíð myndar brennisteinssýru Nituroxíð mynda saltpéturssýru Sýrurnar falla með regnvatni og sýra gróður og vötn. Loftmengun Jarðefnaeldsneyti skapar margvísleg vandamál Súrt regn og óson við jörðu hafa valdið alvarlegum umhverfisvanda víðs vegar í Evrópu. Vegna þessa hafa skógar víða orðið fyrir miklum skaða og stöðuvötn hafa súrnað svo að lífríki þeirra hefur beðið mikið tjón. Meginástæða þessa vanda, bæði súrnunin og ósonið í umhverfi líf- vera, er brennsla á jarðefnaeldsneyti , olíu, kolum og gasi. Súrt regn Súrt regn stafar fyrst og fremst af brennisteini og nitri sem losnar við brennslu á jarðefnaeldsneyti. Brennisteinn er í svolitlum mæli í olíu og kolum sem er brennt víða um heim. Við brunann myndast brennisteins tvíoxíð sem losnar út í andrúmsloftið. Nitur er algengasta efnið í andrúmsloftinu. Þegar bensíni er brennt myndar nitur andrúmsloftsins og súrefni ýmiss konar nituroxíð . Þegar brennisteinstvíoxíð og nituroxíð andrúmsloftsins komast í snertingu við raka sameinast þessi efni vatninu og mynda sýrur þannig að vatnsdroparnir í skýjunum verða súrir. Þá fellur súrt regn og skaðar gróður á landi og lífríki í stöðuvötnum. Þetta getur gerst á svæðum sem eru langt frá þeim stöðum þar sem brennslan fór fram. Súrt regn hefur ekki verið mikið vandamál hér á landi en í Skandinavíu og víðar í heiminum hefur talsverður skaði hlotist af því. Vandinn í Skandinavíu er þó að mestu tilkominn vegna brennslu í öðrum löndum Evrópu. Þetta staðfestir að mengunin virðir engin landamæri.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=