Maður og náttúra
69 UMHVERFI OKKAR Freon eyðir ósoni Þær lofttegundir, sem skaða ósonlagið mest, eru klórflúorkolefnissam- bönd sem kallast freon einu nafni. Þessi efni eru úr kolefni, flúor og klór og hafa verið notuð í ýmiss konar tilgangi, til dæmis sem kæliefni í kæliskápum og sem drifefni í úðabrúsum. Þegar þessi efni losna út í andrúmsloftið stíga þau hægt upp í lofthjúpinn og geta verið mörg ár að ná upp í ósonlagið. Helsta hættan við klórflúorkolefnissamböndin er samt sú að mörg þeirra eru mjög þrávirk , þau brotna seint niður og valda því skaðlegum áhrifum mjög lengi. Hver einasta sameind nær að brjóta niður þúsund- ir ósonsameinda áður en hún eyðist að lokum sjálf. Þessi efni geta því skaða› ósonlagið í allt að heila öld eftir að þau losna út í andrúmsloftið. Vandinn er sá að ósonlagið verður áratugi að ná sér aftur, þótt öll losun þessara efna yrði stöðvuð nú. Tökum skaðleg kæliefni úr notkun Ríki heimsins hafa náð samkomulagi um að hætta að nota klórflúorkol- efnissambönd. Þessi efni eru því ekki í þeim kæliskápum sem eru á boðstólum nú. En þau eru hins vegar enn í notkun í mörgum gömlum kæliskápum og frystum. Þegar kæliskápum og frystum er skilað til förgunar verður alltaf að fjarlægja úr þeim kolflúorkolefnissamböndin áður en plastið og málmurinn eru endurunnin. Fyrir nokkrum árum tók gildi alþjóðlegt bann við notkun óson- eyðandi efna og í staðinn eru notuð efni sem eyða ekki ósoni eða valda mun minna tjóni á ósonlaginu en þau efni sem voru notuð áður. 1 Hvað er óson? 2 Nefndu nokkur efni sem eru mjög skaðleg fyrir ósonlagið. 3 Hvar í lofthjúpnum verða götin á ósonlaginu yfirleitt stærst? 4 Hvað merkir sú fullyrðing að„ósonlagið sé sólgleraugu jarðarinnar“? 5 Hvaða hætta stafar af eyðingu ósonlagsins? 6 Nefndu hluti í umhverfi þínu sem innihalda efni sem geta eytt ósoni. 7 Sú eyðing ósonlagsins, sem á sér stað nú, byggist á losun efna fyrir nokkrum áratugum. Hvers vegna eyðist ósonlagið enn þótt mjög hafi dregið úr notkun ósoneyðandi efna á síðustu árum? 8 Útskýrðu það að eyðing ósonlagsins getur aukið gróðurhúsaáhrifin. Við getum þakkað það ljóstillífun lífvera að jörðin hefur um sig ósonlag. Útskýrðu þessa fullyrðingu og hvernig ljóstillífun og ósonlagið tengjast. Efnið freon var áður notað sem kælivökvi í kæliskápum og frystum. Nú eru notuð önnur efni sem skaða ekki ósonlagið. SJÁLFSPRÓF ÚR 3.3
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=