Maður og náttúra

68 3.3 Árið 2000 var gatið á ósonlaginu (fjólublátt á myndinni) yfir suðurheimskautinu stærra en nokkru sinni. Ekki er líklegt að gatið lokist algerlega aftur fyrr en að liðnum 50 árum. Suðurskautslandið Ósonlagið Þunnt en mikilvægt lag í lofthjúpnum Í um 20 kílómetra hæð yfir jörðu, í svokölluðu heiðhvolfi gufuhvolfsins, myndar lofttegundin óson þunnt lag umhverfis jörðina, ósonlagið. Óson myndast þegar súrefnissameindir í lofthjúpnum verða fyrir orku- ríkum geislum frá sólinni. Geislunin getur valdið því að venjulegt súr- efni (O 2 ) umbreytist í óson (O 3 ). Ósonið gleypir mestan hluta skaðlegra, útfjólublárra geisla frá sól- inni þannig að þeir ná ekki til yfirborðs jarðar. Ekki er víst að líf hefði orðið til á jörðinni ef ósonlagsins hefði ekki notið við. Eyðing ósonlagsins er hættuleg öllu lífi Skömmu fyrir 1980 uppgötvuðu vísindamenn að ósonlagið var tekið að þynnast, einkum við heimskautin. Rannsóknir vísindamanna beindust fljótlega að tilteknum efnum sem örvuðu niðurbrot ósons í súrefni. Göt á ósonlaginu myndast yfirleitt yfir báðum heimskautunum, líklega vegna þess að niðurbrot ósonsins verður hraðara þar sem loftið er mjög kalt og ískristallar eru fyrir hendi, en þannig skilyrði eru helst við heimskautin. Þegar ósonlagið er þunnt, eða það hefur horfið með öllu, ná útfjólubláir geislar óhindrað til jarðar. Við það aukast líkur á húðkrabbameini og skaða á augum fólks. Geislunin hefur enn fremur áhrif á landplöntur og plöntusvif hafanna. Ef plöntu­ svifið skaðast og minnkar verður minna æti fyrir dýr sjávarins. Það hefur líka í för með sér að plöntusvifið tekur upp minna af koltvíoxíði og það stuðlar að auknum gróðurhúsaáhrifum. Dobson-einingar Þykkt ósonlagsins er mæld í svonefndum Dobson-einingum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=