Maður og náttúra

Ljóstillífun og bruni Hringrásir efnanna og flæði orkunnar 1.1 Orka sólar er beisluð í ljóstillífun 1.2 Bruni losar orku úr læðingi 1.3 Hringrásir efna og orkuflæði Í BRENNIDEPLI: Kolefni er í eilífri hringrás 1 5 • að plöntur taka byggingarefnið úr loftinu • að plöntur binda orku sólar og búa til sykur • að nánast allt líf byggist á ljóstillífun plantna • að frumur þurfa súrefni • að efnin eru í hringrás í náttúrunni Pottaplönturnar standa í blóma, trén vaxa og grasflötin er græn og falleg. Fiskarnir synda í ám og lækjum og fuglarnir syngja sinn dýrðaróð. Á borðinu stendur brauð, mjólk og kjöt. Dagblaðið er komið inn um lúguna. Bíllinn er fullur af bensíni og í arninum skíðlogar viður. Allt saman sjálfsagðir hlutir, gætum við hugsað. En ekkert af þessu væri fyrir hendi ef plöntur byggju ekki yfir hæfileikanum til þess að beisla orku sólar í ljóstillífun sinni. 1 Hvaða mat gætum við borðað ef plöntur væru ekki til? 2 Hvernig fá plönturnar næringu sína? 3 Fáum við eitthvað annað frá plöntum en fæðu? Dýr fá orku úr fæðu sem hefur á einn eða annan hátt orðið til við ljóstillífun plantna. Í ÞESSUM KAFLA LÆRIR ÞÚ EFNI KAFLANS

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=