Maður og náttúra

67 VÅR MILJÖ Hlýjasta skeið í þúsund ár Eftir að menn tóku að losa koltvíoxíð út í andrúmsloftið í miklum mæli hefur meðalhiti jarðar breyst meira og hraðar en hann hefur gert áður á þúsund árum. Loftslagsfræðingar telja að meðalhiti geti hækkað enn um 1,4 til 5,8 gráður frá því sem hann er nú fram til ársins 2100. Þetta er sýnt með rauðbrúna fletinum milli 2000 og 2100 á línuritinu hér til vinstri. Hversu mikil þessi hlýnun verður mun að miklu leyti ráðast af því hvernig lifnaðarhættir okkar verða í framtíðinni. Losunin er mest á Vesturlöndum Losun koltvíoxíðs á hvern íbúa á ári er mjög breytileg eftir löndum. Bandaríki Norður-Ameríku (BNA) bera ábyrgð á rúmlega 20% af allri losun koltvíoxíðs. Losun okkar Íslendinga hlýtur að vekja spurningar um það hvort við séum á réttri leið. Í kvikmyndinni„The Day After Tomorrow“ er fjallað um það hvernig loftslagsbreytingar gætu hugsanlega bitnað á okkur. Þessi mynd sýnir nokkra öfluga skýstrokka sem fara yfir NewYork-borg. Þótt margt sé stórkostlega ýkt í kvikmyndinni geta loftslagsbreytingar valdið gríðarlegum hamförum, ofsafengnum stormi og regni sums staðar og miklum hitum og þurrkum annars staðar. Öld Hnattræn hlýnun Losun koltvíoxíðs, tonn á ári á mann áríð 2006. Ísland 14,1 ESB, meðaltal 10,4 Svíþjóð 7,3 Tyrkland 4,6 Eþíópía 0,05 Bandaríkin 23,5

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=