Maður og náttúra

66 Í BRENNIDEPLI BR NN D Loftslagsbreytingar Loftslagið hefur tekið sífelldum breytingum alla sögu jarðarinnar. Stundum hefur veðurfarið verið miklu hlýrra en nú en þess á milli hefur það líka verið miklu kaldara. Það veldur mönnum áhyggjum hve miklar breytingar virðast hafa orðið á veðurfari á skömmum tíma. Þessar breytingar tengjast að flestra áliti aukinni losun gróðurhúsalofttegunda, einkum losun koltvíox- íðs, CO 2 . Hlýnandi veðurfar getur meðal annars haft þær afleiðingar að ísbreiður heimskautanna bráðna. Myndin sýnir mikinn skriðjökul í Patagóníu í Suður- Ameríku þegar ísflykki brotnar af honum og fellur í hafið. Slástu í för með okkur í „loftslagsferð“ um tímann – og kannski inn í framtíðina. Sólin og gróðurhúsalofttegundir hafa áhrif á loftslag Á síðustu ármilljónum hefur styrkur koltvíoxíðs í andrúmsloftinu stundum verið miklu meiri en hann er nú. Oft, en þó ekki alltaf, hefur ísöld skollið á þegar koltvíoxíðstyrkurinn hefur verið lítill. Á síðustu 400.000 árum hefur hitastigið sveiflast nokkuð reglulega eftir geislun sólar og styrk koltvíoxíðs í andrúmsloftinu. Þegar styrkur koltvíoxíðsins hefur verið lítill hafa ísaldir gengið yfir og hlýskeið þegar styrkurinn hefur verið mikill. Þetta mynstur kemur vel fram á línuritinu hér til hægri. Aukið koltvíoxíð síðustu 50 árin Skógarhögg hefur lengi stuðlað að aukningu koltvíoxíðs í andrúmslofti. Frá því í byrjun 19. aldar hefur losun koltvíoxíðs aukist gríðarlega hratt vegna þess að maðurinn tók að brenna jarðefnaeldsneyti í stórum stíl. Helmingurinn af allri losun frá brennslunni hefur átt sér stað eftir árið 1970. Línuritið til vinstri sýnir hversu hratt styrkur koltvíoxíðs í andrúmslofti hefur aukist síðustu 50 árin. Í BRENNIDEPLI RE NI E Fjöldi ára fyrir nútíma Styrkur koltvíoxíðs í andrúmslofti Styrkur koltvíoxíðs í andrúmslofti Öld Ísöld Hlýskeið Ísöld Hlýskeið Ísöld Hlýskeið Ísöld

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=