Maður og náttúra

65 UMHVERFI OKKAR Spörum orku Við getum líka dregið úr losun koltvíoxíðs með því að spara orku og nota hana á eins hagkvæman hátt og framast er unnt. Þetta á sérstaklega við um þá sem nota orku sem framleidd er með brennslu jarðefna- eldsneytis, en allir ættu að hafa þetta í huga, líka við Íslendingar sem erum svo lánsamir að hafa aðgang að endurnýjanlegri orku. Það hefur mikið að segja um loftslagsbreytingar ef tekst að draga úr brennslu jarð- efnaeldsneytis. Orkusparnaður getur til dæmis snúist um að sjá til þess að hús séu vel einangruð, gluggar og dyr séu þétt og vel lokuð og að hitastillar á ofnum séu í lagi. Við getum líka skipt út gömlum og orkufrekum heimilis- tækjum fyrir ný og hagkvæmari. Nú hefur verið ákveð- ið að taka upp sparperur í stað gömlu glóperanna sem krefjast mun meiri orku. Evrópusambandið stefnir að því að glóperur verði ekki notaðar á svæði þess lengur en til ársloka 2012. Önnur aðferð til þess að draga úr losun koltvíoxíðs er að nota reiðhjól eða almenningssamgöngur í stað einkabíls. Nú eru á markaði perur sem nota minni orku en glóperur. 1 Hvaða lofttegund er áhrifamesta gróðurhúsalofttegundin? 2 Hver er meðalhitinn á jörðinni nú? 3 Nefndu nokkur dæmi um lífrænt eldsneyti. 4 Af hverju stafa gróðurhúsaáhrif? 5 Hvers vegna eru„náttúruleg“ gróðurhúsaáhrif af hinu góða fyrir lífríkið? 6 Nefndu nokkrar ástæður fyrir því að styrkur koltvíoxíðs í andrúmsloftinu eykst. 7 Hvaða áhrif getur hlýnun jarðar haft á veðurfar? 8 Hvers vegna stuðlar brennsla lífeldsneytis ekki að gróðurhúsaáhrifum á sama hátt og brennsla jarðefnaeldsneytis? 9 Settu saman lista yfir tillögur þínar um það hvernig við getum sparað orku. Hvaða áhrif telja menn að hlýnun jarðar muni hafa á veðurfar á Íslandi og hvaða áhrif getur hún haft til dæmis á fiskveiðar, landbúnað og skógrækt? Því fleiri sem nota reiðhjól í stað bíls þeim mun hreinna verður loftið. SJÁLFSPRÓF ÚR 3.2

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=