Maður og náttúra

64 UMHVERFI OKKAR Strætisvagnar geta gengið fyrir öðru eldsneyti en olíu, til dæmis metani og vetni. Nýir orkugjafar í stað jarðefnaeldsneytis Því miður eru ekki þekktar neinar aðferðir til þess að fjarlægja það koltvíoxíð sem myndast við bruna jarðefnaeldsneytis. Þegar við notum bensín á bíla eða kol eða olíu í iðjuverum getum við ekki komið í veg fyrir að koltvíoxíð losni út í andrúmsloftið. Eini kosturinn er því að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis. Það er meðal annars hægt með því að nota léttari og sparneytnari bíla eða með því að velja vistvænni orkugjafa. Lífrænt eldsneyti, til dæmis viður, etanól eða lífgas, hafa þann kost að við bruna þess losnar ekki meira koltvíoxíð en binst í þeim plöntum sem vaxa upp í staðinn. Hér er gengið út frá því að ræktun lífræns eldsneytis verði sjálfbær. Það merkir að nýjar plöntur koma ætíð í stað þeirra sem eru notaðar sem eldsneyti. Með þessu móti er tryggt að gróðurhúsaáhrifin aukast ekki við bruna lífræns eldsneytis. Á Íslandi ganga nokkrir bílar nú þegar fyrir rafmagni, metani og vetni. Mestar vonir eru þó bundnar við rafbílavæðinguna og tækninni við framleiðslu rafgeyma hefur fleygt fram á síðustu árum. Agnir og lofttegundir sem kæla jörðina Sótagnir og brennisteinsoxíð og fleiri lofttegundir geta unnið gegn gróðurhúsaáhrifunum. Þær koma nefnilega í veg fyrir að geislar sólar nái til yfirborðs jarðar og þannig stuðla þær að kólnun jarðar. Við mikil eldgos losnar mikið af fíngerðri ösku og brennisteinsoxíði út í gufuhvolfið. Þessi efni berast upp í ytri lög lofthjúpsins og geta haft áhrif á veðurfar um allan heim. Það væri hins vegar óráð að ætla sér að dreifa þessum efnum í miklum mæli út í gufuhvolfið í þeim tilgangi að vinna gegn gróðurhúsaáhrifunum. Með því værum við að skipta á einu umhverfisvandamáli og nokkrum öðrum. Við gætum að öllum líkindum dregið úr gróðurhúsaáhrifum á þennan hátt, en sótagnir og brennisteinsoxíð eru einnig mjög skaðleg fyrir umhverfið. ÍTAREFNI

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=