Maður og náttúra

Gróðurhúsaáhrifin valda hlýnun jarðar 3.2 Í lofthjúpi jarðar er koltvíoxíð Lofthjúpur jarðar var í upphafi svipaður því sem hann er nú á reiki- stjörnunni Venusi. Lofthjúpur Venusar er að mestu leyti koltvíoxíð. Lofthjúpur jarðar tók hins vegar að breytast um leið og lífið kviknaði á jörðinni. Ljóstillífandi lífverur hafa smám saman valdið því að styrk- ur koltvíoxíðs minnkaði samhliða því að styrkur súrefnis jókst. Mikill hluti þess koltvíoxíðs, sem var í lofthjúpi jarðar í árdaga hennar, er nú geymdur í kolum, olíu og gasi djúpt í jörðu. Styrkur koltvíoxíðs í lofthjúpnum ræðst líka af því hve mikill bruni á sér stað á jörðinni. Koltvíoxíð myndast við allan bruna. Jörðin er lífvænleg vegna gróðurhúsaáhrifanna Koltvíoxíðið í lofthjúpnum er lífsnauðsynlegt fyrir lífið á jörðinni. Þessi lofttegund hleypir gegnum sig sólargeislunum, en sleppir ekki út aftur öllum varmanum sem jörðin geislar frá sér. Varminn helst að hluta í lofthjúpnum. Við getum líkt þessu við rúðurnar í gróðurhúsi – sólarljósið kemst inn, en varminn kemst ekki út nema að litlu leyti. Koltvíoxíðið varnar því að allur varminn fari sem geislar út í geiminn og því tölum við um gróðurhúsaáhrif . Við getum þakkað það gróðurhúsaáhrifunum að meðalhitinn á jörð- inni er +15 ºC, en án þeirra væri meðalhitinn 35 gráðum lægri og ekkert líf gæti þrifist, að minnsta kosti ekki í þeirri mynd sem við þekkjum. Lofttegundir, sem stuðla að því að halda varmanum í lofthjúpnum, kallast gróðurhúsalofttegundir. Koltvíoxíð er áhrifamesta gróður- húsalofttegundin. Af öðrum gróðurhúsalofttegundum má nefna óson, nituroxíð, metan, freon og vatnsgufu. Geislar sólar hita jörðina. Hluti þess varma, sem jörðin geislar frá sér, verður eftir í lofthjúpnum. Það eru því gróðurhúsaáhrifin sem halda jörðinni hlýrri. 62 Lofthjúpur jarðar kemur fram á þessari mynd sem lítil, blá rönd sem ber við svartan geiminn. Ef lofthjúps jarðar nyti ekki við væri hitastigið á jörðinni um 35 gráðum lægra en nú er.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=