Maður og náttúra

61 UMHVERFI OKKAR Orkunotkun og einkaneysla er í flestum löndum miklu minni en hjá okkur. Því meira, þeimmun betra? Lífskjör í okkar heimshluta hafa batnað að mörgu leyti vegna þess að við höfum nýtt náttúruauðlindir okkar æ meira og orku- notkun hefur vaxið hröðum skrefum. Ekki er þó unnt að fullyrða að enn meira framboð af vörum – sem krefst enn meira hráefnis, flutninga og orku með tilheyr- andi úrgangi – færi okkur endilega meiri lífshamingju. Okkur ber líka skylda til þess að velta því fyrir okkur hvernig lífi við viljum lifa. Viljum við hafa hrein og ómenguð stöðuvötn og höf og lifandi og heil- brigða skóga? Viljum við sleppa eitur- efnum og úrgangi út í umhverfið? Er það ósk okkar að meðbræður okkar í öðrum löndum og komandi kynslóðir lifi mannsæmandi og góðu lífi? Þá hljótum við að ígrunda það hvort „meira“ þýði virkilega alltaf það sama og „betra“. 1 Í ríku þjóðfélögunum búa um 20% af íbúum jarðar. Undir hversu miklum hluta neyslunnar stendur þessi fimmtungur jarðarbúa? 2 Hvers vegna er það heppilegra fyrir umhverfið að við hér á Íslandi borðum íslenskt nautakjöt en ekki nautakjöt sem hefur verið flutt til dæmis frá Argentínu? 3 Hversu mikill hluti orkunnar, sem við notum nú, er fenginn: a) með brennslu jarðefnaeldsneytis? b) frá endurnýjanlegum orkugjöfum? 4 Nefndu dæmi um nokkrar vörutegundir sem þú notar oft og hafa verið fluttar um langan veg. 5 Hvaða eldsneyti er jarðefnaeldsneyti? 6 Hvaða orkugjafi gæti komið í stað bensíns á bíla okkar? 7 Af hverju er nauðsynlegt að breyta stefnunni í orkunotkun jarðarbúa? 8 Orkunotkunin er vandi sem varðar alla jarðarbúa. Útskýrðu þessa fullyrðingu. Lýstu því hvernig þú getur orðið vistvænni í þínu daglega lífi. SJÁLFSPRÓF ÚR 3.1

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=