Maður og náttúra

60 Vandi alls heimsins Orku- og umhverfisvandamálin koma öllum jarðarbúum við. Við sem tilheyrum ríku þjóðunum notum mestan hluta orkunnar og meginhluta auðlindanna, en umhverfisvandinn bitn- ar á öllum íbúum jarðar. Fátækar þjóðir heims geta tæpast bætt lífs- kjör þegna sinna nema með aukinni orku- notkun. Það er mat sérfræðinga Sameinuðu þjóðanna að íbúar ríku þjóðanna verði að draga úr orkunotkun sinni og minnka hana um allt að helming til þess að fá- tæku þjóðirnar fái tækifæri til þess að bæta lífskjör sín. Flestir eru á einu máli um nauðsyn þessa, en þeir eru mun færri sem vilja leggja eitthvað á sig til þess að af þessu geti orðið. Öll orkan, sem við notum, losnar fyrr eða síðar út í geiminn með geislun. Þessi gervihnattamynd sýnir vel hvar orkunotkunin er mest. Um það bil 80% af þeirri orku, sem er notuð í heiminum, er fengin með því að brenna jarðefnaeldsneyti. Nú fæst innan við 1% orkunnar frá vindorkuverum og sólarorkuverum. Jarðefnaeldsneyti Lífeldsneyti Kjarnorka Vatnsorka – jarðvarmi Vindorka og sólarorka Mestur hluti orkunnar er notaður í iðnaði, á heimilum og í þjónustugreinum. Samgöngutæki krefjast líka mikillar orku. UMHVERFI OKKAR

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=