Maður og náttúra
59 UMHVERFI OKKAR Endurnýjanlegir orkugjafar Nú er brýnt að nota nýja orkugjafa í stað þeirra hefðbundnu sem ganga til þurrðar. Þessir nýju orkugjafar eru endurnýjan- legir og meðal þeirra eru lífrænt eldsneyti (sem kalla mætti líf- eldsneyti), svo sem viður, etanól, lífdísilolía og lífgas (metan- gas). Við höfum lengi notað endurnýjanlega orkugjafa, svo sem vatnsafl, vindorku, jarðvarma og sólarorku, en þessir orkugjafar hafa ekki vegið þungt í heildarorkunotkun mann- kyns. Endurnýjanlegir orkugjafar valda ekki jafn miklum um- hverfisskaða og jarðefnaeldsneyti gerir. Lífeldsneyti stuðlar til dæmis ekki jafn mikið að gróðurhúsaáhrifum og jarðefna- eldsneyti, því að lífeldsneyti verður til við ljóstillífun þar sem koltvíoxíð binst í lífrænt efni. Rekstri vatnsorkuvera fylgir einhver losun koltvíoxíðs, en hún er miklu minni en þegar jarðefnaeldsneyti er brennt. Í uppistöðulónum vatnsorkuvera verður talsverð rotnun og henni fylgir losun koltvíoxíðs. Vatnsorkuver geta líka haft skaðleg áhrif á lífríki þeirra vatnsfalla sem eru virkjuð og mikið og verðmætt land fer víða undir lón. Á Íslandi er talið að um helmingur nýtanlegrar vatnsorku hafi verið beislaður. Víða um heim leita menn leiða til þess að auka hlutdeild endurnýjanlegra orkugjafa í orkunotkuninni. Einkum er aukin áhersla lögð á nýtingu sólarorku, jarðvarma og vind- orku, en aðrir kostir eru líka til athugunar, til dæmis sjávar- fallavirkjanir. Endurnýjanlegir orkugjafar, til dæmis vindurinn, geta séð okkur fyrir hluta þeirrar orku sem við þurfum á að halda án þess að því fylgi skaðleg áhrif á umhverfið. ÍTAREFNI Kjarnorkuslys Slysið í kjarnorkuverinu í Tsjernobyl í Úkraínu árið 1986 er alvarlegasta slys sem hefur orðið í kjarnorkuveri. Það varð vegna mannlegra mistaka og bilana í tækjabúnaði. Geislavirk efni frá Tsjernobyl dreifðust víða og höfðu alvarleg áhrif á lífríkið á stóru svæði, margir létust og aðrir biðu mikið heilsutjón. Í kjölfar mikils jarðskjálfta þann 11. mars árið 2011 varð annað mjög alvarlegt kjarnorkuslys. Það varð í kjarnorkuveri í Fukushima í Japan eftir að mikil flóðbylgja reið yfir og olli skemmdum á verinu og eyðilagði allt á stóru svæði umhverfis verið. Miklar sprengingar urðu í kjarnorkuverinu og eldar kviknuðu og erfiðlega gekk að ráða við bilun á kælibúnaði í kjarnakljúfum versins. Ekki er gott að segja hverjar afleiðingar Fukushima-slyssins verða fyrir heilsufar og umhverfi en það skýrist á næstu árum. Slysið í Fukushima hefur hins vegar víða vakið upp deilur um nýtingu kjarnorku, meðal annars til raforkuframleiðslu, enda er mikið í húfi ef slys verða og geislavirk efni sleppa út í umhverfið. Ógnir vegna kjarnorkuknúinna skipa eru líka í umræðunni en slík skip, meðal annars, kafbátar sigla víða, þar á meðal í grennd við Ísland.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=