Maður og náttúra

58 UMHVERFI OKKAR Enginn reykur kemur frá kjarnorkuverum en geislunin getur verið lífshættuleg. Jarðefnaeldsneyti er helsti orkugjafi nútímans Fram á miðja 18. öld notaði mannkynið aðeins fáa orkugjafa. Vindurinn knúði seglskip og vind- myllur, vatnsaflið knúði sagir og kornmyllur. Viður úr skóginum og mór úr mýrum gaf til dæmis varma og ljós. Skömmu fyrir aldamótin 1800 tóku menn að nota nýja orkugjafa. Kol voru meðal annars notuð til þess að knýja gufuvélar. Í lok 19. aldar fundu menn upp sprengihreyfilinn og þá hentaði að nota eldsneyti sem var unnið úr jarðolíu , til dæmis bensín eða dísilolíu. Kol, olía og jarðgas kallast einu nafni jarðefna­ eldsneyti . Þetta eru leifar lífvera sem lifðu fyrir tugum milljónum ára. Þegar við brennum þessu eldsneyti skapast margvísleg umhverfisvandamál. Vinnsla og flutningur olíu og kola geta líka valdið umhverfisspjöllum. Orkunotkunin hefur aukist stórkostlega í heiminum síðustu tvær aldirnar. Mesti hluti orkunnar hefur fengist úr jarðefnaeldsneyti. En þrátt fyrir að nýjar olíulindir og kolanámur finnist stöðugt kemur að því að þessar auðlindir þrýtur. Þær eru ekki endurnýjanlegar þannig að við verðum að finna nýja orkugjafa í stað þeirra. Þau vandamál, sem fylgja notkun þeirra, þrýsta líka á að nýir orkugjafar finnist sem geta komið í staðinn. Kjarnorka til raforkuframleiðslu Fyrsta kjarnorkuverið var byggt skömmu eftir 1950 og nú eru alls um 440 kjarnorkuver í heiminum. Í sumum löndum er talsvert mikill hluti raforku framleiddur með kjarnorku. Árið 2005 voru um 15% raforku jarðar framleidd með kjarnorku. Eldsneytið í kjarnorkuverum er úran . Þegar kjarnar úranfrumeindanna klofna losnar mikil orka úr læðingi sem er notuð til þess að framleiða raforku. Um leið verður til mikil geislun sem er stórhættuleg. Þess vegna verður að einangra kjarnaofninn, þar sem úrankjarnarnir klofna, með þykkum veggjum úr stáli og steinsteypu. Yfirleitt er engin mengandi losun frá kjarnorkuverum, en ef eitt- hvað fer úrskeiðis í þeim og geislavirk efni losna út í andrúmsloftið er mikil hætta á ferðum. Í kjarnorkuverum fellur alltaf til geislavirkur úrgangur og hann skapar mikinn vanda. Úrganginn þarf að geyma í traustum geymslum því að geislavirknin verður hættuleg öllu lífi í tugi þúsunda ára. Mikil olía er unnin úr jörðu á olíuborpöllum á hafi úti. Áður en unnt er að dæla olíunni upp verður að brenna gasinu sem streymir upp úr borholunni.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=