Maður og náttúra

56 Vistkerfi mannsins Þéttbýlisstaður er líka vistkerfi Oft er sagt að við sem lifum í nútímasamfélögum séum orðin svo fjar- læg náttúrunni að við berum ekki lengur skynbragð á það hvernig hún verkar. Margt fólk býr í stórborgum og skynjar hvorki skóga, vötn né haf á sama hátt og fólk gerði áður fyrr. Þéttbýlisstaðir eru að vissu leyti hluti náttúrunnar. Vissulega höfum við umbreytt flestum hlutum til þess að auðvelda okkur lífið – við höf- um reist okkur hlý hús með rennandi vatni og frárennsli. Við höfum líka reist verksmiðjur og verslanir sem sjá okkur fyrir flestum vörum og við höfum lagt vegi til þess að geta flutt vörurnar og ferðast milli staða. Við getum lýst nútímasamfélagi sem vistkerfi þar sem maðurinn er miðdepillinn. Og eins og í öðrum vistkerfum getum við bent á tiltekin efni sem fara eftir mismunandi hringrásum og það þarf mikla orku til þess að knýja þessar hringrásir. Aukin neysla hefur áhrif á umhverfið Maðurinn notar í vistkerfum sínum sífellt fleiri vörur og æ meira af þeim. Til að geta framleitt allar þessar vörur höfum við tífaldað nýtingu okkar á náttúruauð­ lindum frá því sem var í upphafi tuttugustu aldar. Við vinnum málma og kol, dælum upp olíu og gasi, tökum nýtt land til ræktunar og höggvum skóga í ríkari mæli en nokkru sinni fyrr í sögu mannkynsins. Þegar við vinnum hráefnin í náttúrunni og framleiðum hluti úr þeim verður umhverfið fyrir skaðlegum áhrifum. Önnur vandamál geta líka skapast þegar við flytjum og notum vörurnar og þegar við þurfum að losna við þær. Við sem lifum í auðugustu þjóðfélögunum sóum mestu á jörðinni. Sá fimmti hluti mannkyns, sem er auðugastur, ber ábyrgð á 80% af allri neyslunni og notar 80% af öllum náttúruauðlindum jarðar. Sá fimmti hluti mannkyns, sem er fátækastur, notar aðeins 1% af auðlindunum. 3.1 Allar vörur, sem við notum, hafa á einn eða annan hátt áhrif á umhverfið. Bæði þegar þær eru framleiddar, fluttar, notaðar og þegar þær eru komnar í ruslið.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=