Maður og náttúra

3 3.1 Vistkerfi mannsins 3.2 Gróðurhúsaáhrifin valda hlýnun jarðar Í BRENNIDEPLI : Loftslagsbreytingar 3.3 Ósonlagið 3.4 Loftmengun 3.5 Ofauðgun vatns og lands 3.6 Umhverfiseitur og úrgangur 3.7 Lausnir í sjónmáli • að þéttbýlisstaðir eru líka vistkerfi • að við notum tífalt meira af náttúruauðlindum nú en fyrir hundrað árum • að gróðurhúsaáhrifin geta hugsanlega valdið því að vetur verða mildari og sumrin votviðrasamari hér á landi en áður • að ósonlagið verndar okkur gegn skaðlegri geislun • að eiturefni í náttúrunni geta dreifst um alla jörðina • að súrt regn og ofauðgun er víða vandamál 55 Ljósmengun frá þéttbýli og vegum er svo mikil að gervihnettir geta mælt hana sem varma utan úr geimnum. Umhverfi okkar Umhverfisvandamál eru mörg tilkomin vegna þess að við umgöngumst náttúruna ekki á réttan hátt. Lifnaðarhættir mannsins hafa breyst meira frá því ummiðja 20. öldina en á nokkrum öðrum tíma í sögu mannkynsins. Vegna þess að við berum sjálf ábyrgð á mörgum helstu umhverfisvandamálum sem blasa við okkur verðum við líka að reyna að leysa þau. Vandamálin eru mörg og erfið, en við eigum að geta leyst þau – bæði með breyttum lífsháttum hvers og eins okkar og með alþjóðlegum samningum. 1 Getur þú nefnt alvarleg umhverfisvandamál semmannkynið stendur frammi fyrir? 2 Hvers vegna heldur þú að við höldum áfram að dreifa eitri í náttúrunni þótt við vitum vel hversu hættuleg þau eru? 3 Hvað gerir þú til þess að reyna að draga úr umhverfisvandamálum? EFNI KAFLANS Í ÞESSUM KAFLA LÆRIR ÞÚ Við verðum að leysa umhverfisvandamálin

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=