Maður og náttúra
53 VISTFRÆÐI Mýrlendi. Næringarríkt stöðuvatn. Marglytta. Einrækt. 2.3 2.4 2.5 2.6 Helstu gróðurlendi • Gróðurlendi er samheiti yfir tiltekið landsvæði þar sem gróður er alls staðar svipaður, til dæmis í skóglendi eða graslendi. • Blóm- og graslendi eru einkum þar sem raki er miðlungi mikill, en votlendi er þar sem raki er mikill. • Birkiskógar þekja nú aðeins rúmlega einn hundraðshluta Íslands. • Mólendi er dæmigert gróðurlendi á þurru landi þar sem beit er mikil. Það er yfirleitt þýft. • Votlendi er þar sem jarðvatn nær upp undir eða upp fyrir yfirborð jarðvegsins. Stöðuvötn • Stöðuvötnum er einkum skipt í næringarrík og næringarsnauð vötn. • Dragavötn myndast af ám og lækjum sem falla á yfirborði jarðar, en í lindavötnin kemur vatn úr neðanjarðarlindum og uppsprettum. • Lindavötn eru yfirleitt næringarrík og eru einkum á eldvirkum svæðum Íslands. Bæði Mývatn og Þingvallavatn eru lindavötn. • Á sumrin hitar sólin vatn í stöðuvötnum. Yfirborð vatnanna verður heitast og flýtur því ofan á kaldara vatninu. Þar sem veðurfar er tiltölulega kyrrt myndast tvö lög í vatninu. Hafið – stærsta vistkerfið • Selta hafanna er að meðaltali 3,5%. Þar eð salt vatn er þyngra en ferskt getur sjórinn orðið lagskiptur. • Golfstraumurinn er hafstraumur sem flytur varma sunnan úr heitum höfum til norðlægra og kaldra svæða, meðal annars til Íslands. • Ísland stendur á neðansjávarhásléttu og þar mætast margir hafstraumar sem bera stöðugt að gnægð næringarefna. • Í hafinu er plöntusvifið í hámarki tvisvar á ári; á vorin (vortoppur) og á haustin (hausttoppur). Þetta stafar af blöndun næringarefnanna. Ósnortin náttúra í hættu • Maðurinn stuðlar að útrýmingu margra tegunda lífvera, meðal annars með því að höggva náttúrulega skóga og með því að taka land til ræktunar og rækta þar eina eða mjög fáar tegundir. • Allar tegundir lífvera í lífríkinu eru hver annarri háðar og þess vegna er erfitt að sjá fyrir hvaða afleiðingar það hefur ef tegundir lífvera hverfa. • Regnskógar og kóralrif hitabeltisins eru þau svæði þar sem flestar tegundir lífvera þrífast. SAMANTEKT
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=