Maður og náttúra
52 VISTFRÆÐI Afmarkað vistkerfi. Fæðuvefur. Lífsbaráttan er hörð. Gíraffi og sebrahestur skipa mismunandi sessa. 2.1 2.2 Beit hefur áhrif á gróðurfar. Samspilið í náttúrunni • Vistfræði fjallar um tengslin milli lífvera og tengsl þeirra við umhverfi sitt. • Vistkerfi nær til allra lífvera sem lifa á afmörkuðu svæði og tekur líka til ólífrænna þátta í umhverfi þeirra. Berggrunnur, hitastig, vindur, sólargeislun og fjöldi annarra þátta hafa áhrif á lífið í hverju vistkerfi. • Allar lífverur af sömu tegund, sem lifa í sama vistkerfi, kallast einu nafni stofn. • Allar tegundir lífvera í tilteknu vistkerfi mynda líffélag. Það skiptist í gróður- og dýrasamfélag. • Í hverju vistkerfi eru allar lífverur háðar hver annarri og þær mynda fæðuvef. • Í öllum vistkerfum ríkir samkeppni um fæðu, staði til að lifa á og um maka. • Þeir einstaklingar, sem spjara sig best í lífsbaráttunni, eru líklegir til að koma upp fleiri afkvæmum en hinir. Þetta kallast náttúruval. • Í vistkerfi næst oft jafnvægi innan hverrar tegundar lífvera þegar stofn hennar hefur náð tiltekinni stærð. Jafnvægi næst líka milli mismunandi tegunda. • Jafnvægið raskast í sífellu vegna náttúrulegra ástæðna. Sjúkdómar geta til dæmis fækkað dýrum af tiltekinni tegund. • Maðurinn hefur æ meiri áhrif á umhverfi sitt og jafnvægið í náttúrunni. Við útrýmum tegundum lífvera á sumum svæðum og flytjum lífverur til heimshluta þar sem þessar lífverur lifðu ekki áður. • Samkeppnin milli lífvera veldur aðlögun hjá þeim og þær sérhæfast að tilteknu umhverfi. Hver tegund gegnir sérstöku hlutverki í vistkerfinu og það hlutverk kallast vistfræðilegur sess. Sess lífveru nær líka til þess svæðis sem hún nýtir og samskipta hennar við aðrar lífverur. • Lífverur laga sig stöðugt að umhverfi sínu, einkum að þáttum á borð við kulda, þurrk eða vind. Aðlögunin hefur mikil áhrif á útlit lífveranna. Skógar á Íslandi • Ísland er í kaldtempraða beltinu og er í reynd hluti af barrskógabeltinu. Á þessu svæði eru vetur kaldir en sumrin fremur hlý. • Ísöldinni lauk fyrir um tíu þúsund árum og þá kom Ísland gróðurlaust undan ísnum. Birki varð sú trjátegund sem myndaði skóga hér á landi. • Búseta manna hafði fljótt mikil áhrif á gróðurfar landsins. Menn ruddu skóg til að setja niður hús sín, tún og akra. Mikil beit kom í veg fyrir endurnýjun skógarins og hann lét mjög fljótt á sjá. Í kjölfarið varð mikill uppblástur og annar gróður eyddist líka að miklu leyti. • Um aldamótin 1900 fóru Íslendingar að huga að friðun þeirra skóga sem enn tórðu og fyrstu tilraunir til að rækta skóg hófust um svipað leyti. Menn ræktuðu birki en einnig var flutt inn fræ af erlendum barr- og lauftrjám og tilraunir gerðar til að rækta þau. Nú er plantað um fimm milljónum trjáa ár hvert á landinu. SAMANTEKT
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=